Formúla 1

Forseti Ferrari stútaði sjónvarpinu

Luca Montezemolo reiddist þegar Ferrari tapaði titlinum í dramatískri keppni í Brasilíu.
Luca Montezemolo reiddist þegar Ferrari tapaði titlinum í dramatískri keppni í Brasilíu. Mynd: Getty Images

Luca Montezemolo forseti Ferrari stútaði sjónvarpinu í stofunni þegar ljóst varð að Felipe Massa varð ekki meistari í Brasilíu á dögunum. Hann taldi eins og flestir að Massa hefði orðið meistari í dramatískum endasprett.

Lewis Hamilton tryggði sér titilinn á loka beygjukaflanum eftir að Felipe Massa hafði komið í mark sem sigurvegari og líklegur heimsmeistari.

"Ég braut sjónvarpið og ég get sagt ykkur það að hvellurinn er hár þegar sjónvarp springur! Dóttir mín var í næsta herbergi og dauðbrá. Sem betur fer var annað sjónvarp í húsinu, þannig að ég gat fylgst með verðlaunaafhendingunni", sagði Montezemolo sem fylgdist með keppninni heima hjá sér á Ítalíu.

"Ég get fullyrt að við höfum aldrei áður séð úrslit í titilslag ráðast á síðustu metrunum í síðasta móti ársins. Massa kom í endamark sem meistari, en varð ekki meistari skömmu síðar. Ég taldið að við værum á góðri leið með að skapa annað kraftaverk eins og þegar Kimi Raikkönen varð meistari í fyrra...", sagði hinn skapheiti ítalski forseti Ferrari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×