Lífið

Tónleikar til styrktar Dagbjörtu

Tónleikar verðar haldnir til styrktar Dagbjörtu Rós Halldórsdóttur þann 15. maí á skemmtistaðnum Nasa.

Eins og greint hefur verið frá í ýmsum fjölmiðlum stendur Dagbjört í harðvítugri forræðisdeilu við bandarískan barnsföður sinn.

Dóttir Dagbjartar er hjá barnsföðurnum og hefur það reynst henni erfitt að fá að hitta stúlkuna og að fá upplýsingar um hagi hennar.

Forræðisdeilan hefur tekið sinn fjárhagslega toll og því hafa velunnarar hennar stofnað styrktarreikning til þess að auðvelda Dagbjörtu að standa straum af lögfræðikostnaði.

Lokabaráttan í forræðisdeilunni verður í júni en þá munu bandarískir dómstólar rétta í málinu og skera úr um hver fái forræðið yfir dóttur Dagbjartar.

Styrktartónleikarnir eru haldnir til þess að auðvelda Dagbjörtu undirbúninginn fyrir þau réttarhöld.

Páll Óskar Hjálmtýsson, Buff og Helga Dýrfinna hafa þegar ákveðið að koma fram á tónleikunum en Olga Helgadóttir skipuleggjandi segist jafnvel eiga von á fleiri tónlistaratriðum.

"Viðtökurnar hafa verið afar góðar. Það eru allir tilbúnir að leggja hönd á plóginn til þess að hjálpa Dagbjörtu," segir Olga en hún hefur verið einn helsti stuðningsmaður Dagbjartar undanfarin misseri.

Sjálf segist Dagbjört himinlifandi með þetta framtak. Hún segir að þessi mikla aðstoð sem henni sé veitt sé ómetanlega í baráttunni sem hún á í.

Dagbjört heldur til Bandaríkjanna seinna í mánuðinum og vonast þá til þess að geta fengið að hitta dóttur sína í 10 daga.

Ítarlega umfjöllun um mál Dagbjartar má sjá hér






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.