Ómótstæðileg jólakort 12. desember 2008 06:00 Hafliði segir súkkulaðijólakortin skemmtilegt tilbrigði við hefðbundin jólakort. Þau eru úr hvítu súkkulaði og fullkomlega æt. fréttablaðið/anton Súkkulaðijólakort að hætti súkkulaðimeistarans Hafliða Ragnarssonar í Mosfellsbakaríi eru skemmtileg tilbrigði við hefðbundin jólakort. Hafliði prentar kveðju og ljósmynd á sérstaka filmu sem hann bræðir á hvíta súkkulaðiplötu. Hann notar til þess sérstaka súkkulaðiliti og er platan því fullkomlega æt. „Það er svo bara spurning hvort fólk tími að borða ættingja og vini,“ segir hann og hlær. „Platan geymist þó vel við stofuhita og því engin ástæða til að gleypa hana í einum bita.“ Mosfellsbakarí Hafliði Ragnarsson Kveðjan er öðru megin á plötunni en hina hliðina bragðbætir Hafliði gjarnan með súkkulaðikúlum og öðru góðgæti sem gerir kortin ómótstæðileg. Þau eru yfirleitt gerð í hefðbundinni kortastærð en Hafliði tekur þó við sérpöntunum hafi fólk aðrar hugmyndir. Hann segir kortin sniðug við hin ýmsu tækifæri og að í fyrra hafi þau til að mynda verið notuð sem boðskort í jólaboð. Þá kaupa einstaklingar þau í auknum mæli til að gleðja ættingja og vini með óvæntum hætti. Hafliði býður upp á fleira jólagóðgæti og má þar nefna dísætt jólapúsl. Það er úr mjólkursúkkulaði og skreytt gamaldags jólamyndum. Til eru hinar ýmsu útgáfur sem ættu að geta glatt unga sem aldna. vera@frettabladid.is Súkkulaðijólakort með mynd og kveðju koma á óvart. Gómsætt súkkulaðipúsl með gamaldags jólamyndum fæst í Mosfellsbakaríi. Jólafréttir Mest lesið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Afi og málari Lífið Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Súkkulaðijólakort að hætti súkkulaðimeistarans Hafliða Ragnarssonar í Mosfellsbakaríi eru skemmtileg tilbrigði við hefðbundin jólakort. Hafliði prentar kveðju og ljósmynd á sérstaka filmu sem hann bræðir á hvíta súkkulaðiplötu. Hann notar til þess sérstaka súkkulaðiliti og er platan því fullkomlega æt. „Það er svo bara spurning hvort fólk tími að borða ættingja og vini,“ segir hann og hlær. „Platan geymist þó vel við stofuhita og því engin ástæða til að gleypa hana í einum bita.“ Mosfellsbakarí Hafliði Ragnarsson Kveðjan er öðru megin á plötunni en hina hliðina bragðbætir Hafliði gjarnan með súkkulaðikúlum og öðru góðgæti sem gerir kortin ómótstæðileg. Þau eru yfirleitt gerð í hefðbundinni kortastærð en Hafliði tekur þó við sérpöntunum hafi fólk aðrar hugmyndir. Hann segir kortin sniðug við hin ýmsu tækifæri og að í fyrra hafi þau til að mynda verið notuð sem boðskort í jólaboð. Þá kaupa einstaklingar þau í auknum mæli til að gleðja ættingja og vini með óvæntum hætti. Hafliði býður upp á fleira jólagóðgæti og má þar nefna dísætt jólapúsl. Það er úr mjólkursúkkulaði og skreytt gamaldags jólamyndum. Til eru hinar ýmsu útgáfur sem ættu að geta glatt unga sem aldna. vera@frettabladid.is Súkkulaðijólakort með mynd og kveðju koma á óvart. Gómsætt súkkulaðipúsl með gamaldags jólamyndum fæst í Mosfellsbakaríi.
Jólafréttir Mest lesið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Afi og málari Lífið Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira