Tónlist

Tónlist fyrir orgel og horn á hádegistónleikum

Sigrún Magna Þórsteinsdóttir
Kemur fram á tónleikum í Dómkirkjunni í hádeginu á morgun.
Sigrún Magna Þórsteinsdóttir Kemur fram á tónleikum í Dómkirkjunni í hádeginu á morgun.

Á hádegistónleikunum í Dómkirkjunni í Reykjavík á morgun koma fram hornleikarinn Svafa Þórhallsdóttir og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir orgelleikari. Tónleikarnir, sem hefjast kl. 12.15, eru hluti af röð tónleika sem haldnir eru í samvinnu Félags íslenskra organleikara og Alþjóðlegs orgelsumars.

Á efnisskrá þeirra Svöfu og Sigrúnar eru þrjú verk. Fyrst leika þær fjóra kafla úr Svítu í D-dúr eftir G.F. Händel en svítan hefur verið umrituð fyrir horn og orgel. Þá leika þær Annum per Annum eftir Arvo Pärt, eitt þekktasta núlifandi tónskáld Eistlands. Síðast á efnisskrá þeirra er Andante pour Cor et Orgue eftir franska tónskáldið Camille Saint-Saëns. - vþ






Fleiri fréttir

Sjá meira


×