Norðlingaholtsbardaginn Jón Kaldal skrifar 24. apríl 2008 11:17 Átök lögreglu við flutningabílstjóra og vegfarendur við Norðlingaholt í gær eru forvitnileg á ýmsa kanta. Af viðbrögðum við þeim að dæma virðist almenn samúð með aðgerðum flutningabílstjóra vera að fjara mjög hratt út. Enda er málstaður þeirra orðinn ansi þokukenndur. Það sem í upphafi leit út fyrir að vera barátta gegn of háu eldsneytisverði hefur snúist upp í mótmæli bílstjóranna gegn lögum um hvíldartíma. Fyrir vikið hafa aðgerðir þeirra tapað því yfirbragði að þær séu í nafni þjóðarinnar. Þær eru í þröngu eiginhagsmunaskyni bílstjóranna sem vilja vera lengur á ferð á vegum úti en löggjafinn heimilar. Lög um hvíldartíma kveða á um að bílstjórar stórra flutningabíla megi ekki aka lengur en tíu klukkustundir á sólarhring. Þessi ákvæði eru ekki síst í þágu annarra ökumanna og farþega í umferðinni og eiga að koma í veg fyrir að örþreyttir menn séu undir stýri á margra tonna trukkum á þjóðvegum landsins með tilheyrandi slysahættu. Það er borin von ef Sturla Jónsson og félagar halda að almennur stuðningur sé við að slakað verði á því lagaákvæði. En burtséð frá því hvaða augum hver og einn lítur á aðgerðir bílstjóranna þá vörpuðu atburðir gærdagsins mjög athyglisverðu ljósi á tvær opinberar stofnanir. Annars vegar Ríkissjónvarpið og hins vegar lögregluna. Ríkissjónvarpið brást hratt við og hóf snemma beina útsendingu frá vettvangi atburðanna. Fyrir vikið gátu þeir sem voru við skjáinn fylgst með hver gerði hverjum hvað af allmikilli nákvæmni. Sjónvarpsáhorfendur sáu þegar bílstjórunum lenti saman við hjálmkædda lögreglumenn með plastskildi sér til varnar. Áhorfendur sáu nákvæmlega á hvaða tímapunkti lögreglumennirnir ákvaðu að beita piparúða á þá sem að þeim sóttu og hvernig þeir báru sig að við að handtaka menn á vettvangi. Og sjónvarpsáhorfendur sáu líka þegar að dreif fólk að því er virtist í þeim erindagjörðum einum að æsa ástandið enn meira. Hinir ungu dimitendar sem þrömmuðu um svæðið í einkennisklæðnaði nasista urðu sjálfum sér og skóla sínum til mikillar minnkunar. Um þá var ekki hægt að hugsa annað en mikið geta ungir menn stundum verið mikil fífl. Þeir voru þó skömminni skárri en kjánarnir sem tóku upp á því að grýta eggjum og öðru lauslegu í lögreglumennina. Hverju skyldi sá hópur hafa verið að mótmæla? Ekki er hægt að segja annað en að lögreglumennirnir hafi sýnt þeim ólátabelgjum óvenju mikla þolinmæði. Þetta sjónarspil allt flutti Ríkissjónvarpið af kostgæfni á skjái landsmanna. Og á hrós skilið fyrir. Þetta er í fyrsta skipti fjörutíu ár sem lögreglan lendir í átökum við almenning. Það er sannarlega fjölmiðlun í almannaþágu að sýna beint frá svo sögulegum atburðum. Og lögreglunni til mikils hróss þá reyndi hún á engan hátt að takmarka aðgengi fjölmiðla að vettvangi. Fréttamenn, ljósmyndarar og tökumenn fengu að fara óáreittir um svæðið. Það eykur skilning og stuðning við störf lögreglunnar þegar svona er staðið að verki. Þarna voru greinilega menn að störfum sem höfðu ekkert að fela. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun
Átök lögreglu við flutningabílstjóra og vegfarendur við Norðlingaholt í gær eru forvitnileg á ýmsa kanta. Af viðbrögðum við þeim að dæma virðist almenn samúð með aðgerðum flutningabílstjóra vera að fjara mjög hratt út. Enda er málstaður þeirra orðinn ansi þokukenndur. Það sem í upphafi leit út fyrir að vera barátta gegn of háu eldsneytisverði hefur snúist upp í mótmæli bílstjóranna gegn lögum um hvíldartíma. Fyrir vikið hafa aðgerðir þeirra tapað því yfirbragði að þær séu í nafni þjóðarinnar. Þær eru í þröngu eiginhagsmunaskyni bílstjóranna sem vilja vera lengur á ferð á vegum úti en löggjafinn heimilar. Lög um hvíldartíma kveða á um að bílstjórar stórra flutningabíla megi ekki aka lengur en tíu klukkustundir á sólarhring. Þessi ákvæði eru ekki síst í þágu annarra ökumanna og farþega í umferðinni og eiga að koma í veg fyrir að örþreyttir menn séu undir stýri á margra tonna trukkum á þjóðvegum landsins með tilheyrandi slysahættu. Það er borin von ef Sturla Jónsson og félagar halda að almennur stuðningur sé við að slakað verði á því lagaákvæði. En burtséð frá því hvaða augum hver og einn lítur á aðgerðir bílstjóranna þá vörpuðu atburðir gærdagsins mjög athyglisverðu ljósi á tvær opinberar stofnanir. Annars vegar Ríkissjónvarpið og hins vegar lögregluna. Ríkissjónvarpið brást hratt við og hóf snemma beina útsendingu frá vettvangi atburðanna. Fyrir vikið gátu þeir sem voru við skjáinn fylgst með hver gerði hverjum hvað af allmikilli nákvæmni. Sjónvarpsáhorfendur sáu þegar bílstjórunum lenti saman við hjálmkædda lögreglumenn með plastskildi sér til varnar. Áhorfendur sáu nákvæmlega á hvaða tímapunkti lögreglumennirnir ákvaðu að beita piparúða á þá sem að þeim sóttu og hvernig þeir báru sig að við að handtaka menn á vettvangi. Og sjónvarpsáhorfendur sáu líka þegar að dreif fólk að því er virtist í þeim erindagjörðum einum að æsa ástandið enn meira. Hinir ungu dimitendar sem þrömmuðu um svæðið í einkennisklæðnaði nasista urðu sjálfum sér og skóla sínum til mikillar minnkunar. Um þá var ekki hægt að hugsa annað en mikið geta ungir menn stundum verið mikil fífl. Þeir voru þó skömminni skárri en kjánarnir sem tóku upp á því að grýta eggjum og öðru lauslegu í lögreglumennina. Hverju skyldi sá hópur hafa verið að mótmæla? Ekki er hægt að segja annað en að lögreglumennirnir hafi sýnt þeim ólátabelgjum óvenju mikla þolinmæði. Þetta sjónarspil allt flutti Ríkissjónvarpið af kostgæfni á skjái landsmanna. Og á hrós skilið fyrir. Þetta er í fyrsta skipti fjörutíu ár sem lögreglan lendir í átökum við almenning. Það er sannarlega fjölmiðlun í almannaþágu að sýna beint frá svo sögulegum atburðum. Og lögreglunni til mikils hróss þá reyndi hún á engan hátt að takmarka aðgengi fjölmiðla að vettvangi. Fréttamenn, ljósmyndarar og tökumenn fengu að fara óáreittir um svæðið. Það eykur skilning og stuðning við störf lögreglunnar þegar svona er staðið að verki. Þarna voru greinilega menn að störfum sem höfðu ekkert að fela.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun