Áfall fyrir Kanada að missa Formúlu 1 mótið 8. október 2008 15:40 Ekki verður keppt á götum Monreal á næsta ári og borgin verður af miklum ferðamannatekjum af þeim sökum. Mynd: Getty Images FIA tilkynnti í gær að ekkert mótshald verði í Montreal í Kanada á næsta ári og ákvörðunin virðist hafa komið skipuleggjendum mótsins á óvart. "Þetta er búið og gert. FIA kaus um málið og þetta er niðurstaðan. Þessi ákvörðu kom nokkuð á óvart. Formúla 1 er að færast á leiksvið sem hentar lengur og brautarstæðin eru að verða glæsilegri og viðameiri en við höfum upp á að bjóða. Þetta er gert á viðskiptalegum forsendum", sagði Roger Peart forsvarsmaður kanadíska bílasambandsins. Montreal verður af miklum ferðamannatekjum vegna ákvörðunar FIA og ekki er búist við því að henni verði breytt. Mótshaldið hefur verið vinsælt meðal keppenda og áhorfenda og hátt í 200.000 manns hafa fyllt hvern krók og kíma á áhorfendasvæðum meðfram götubrautinni í Montreal. Það er því nokkuð ljóst að ekkert Formúlu 1 mót verður vestan hafs á næsta ári, sem rýrir óneitanlega gildi mótins sem alheims mótaraðar. Mótshald hefur verið að færast til Persaflóa og Asíu síðustu ár og íþróttinn hefur aldrei náð almennilegu flugi í Bandaríkjunum. Þó hefur verið rætt um mótshald í New York eða Las Vegas, en það hefur ekki náð lengra. Á meðan er verið að byggja nýja vettvang í Abu Dhabi fyrir næsta ár og í Nýju Dehli í Indlandi fyrir árið 2010. Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
FIA tilkynnti í gær að ekkert mótshald verði í Montreal í Kanada á næsta ári og ákvörðunin virðist hafa komið skipuleggjendum mótsins á óvart. "Þetta er búið og gert. FIA kaus um málið og þetta er niðurstaðan. Þessi ákvörðu kom nokkuð á óvart. Formúla 1 er að færast á leiksvið sem hentar lengur og brautarstæðin eru að verða glæsilegri og viðameiri en við höfum upp á að bjóða. Þetta er gert á viðskiptalegum forsendum", sagði Roger Peart forsvarsmaður kanadíska bílasambandsins. Montreal verður af miklum ferðamannatekjum vegna ákvörðunar FIA og ekki er búist við því að henni verði breytt. Mótshaldið hefur verið vinsælt meðal keppenda og áhorfenda og hátt í 200.000 manns hafa fyllt hvern krók og kíma á áhorfendasvæðum meðfram götubrautinni í Montreal. Það er því nokkuð ljóst að ekkert Formúlu 1 mót verður vestan hafs á næsta ári, sem rýrir óneitanlega gildi mótins sem alheims mótaraðar. Mótshald hefur verið að færast til Persaflóa og Asíu síðustu ár og íþróttinn hefur aldrei náð almennilegu flugi í Bandaríkjunum. Þó hefur verið rætt um mótshald í New York eða Las Vegas, en það hefur ekki náð lengra. Á meðan er verið að byggja nýja vettvang í Abu Dhabi fyrir næsta ár og í Nýju Dehli í Indlandi fyrir árið 2010.
Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira