Sam Shepard í mynd Balta 8. júlí 2008 06:00 Gamla goðið hans Baltasars hefur fallist á að leika í myndinni Run for her Live. Nordicphotos/Getty „Hann er goðið. Þetta er gamall draumur," segir Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri. Baltasar var að ganga frá því nú fyrir fáeinum dögum að ráða sjálfan Sam Shepard til að leika stórt hlutverk í kvikmynd sem hann leikstýrir úti í Nýju-Mexíkó - á verndarsvæði indíana. Um er að ræða Hollywood-myndina Run for her Live. Myndin kostar 80 milljónir dollara og er þetta í fyrsta skipti sem íslenskur leikstjóri gerir mynd af þessari stærðargráðu á erlendri grund. Í aðalhlutverkum eru Dermot Mulrony og þýska leikkonan Diane Kruger en auk þeirra fara Vincent Perez og Jordi Maalá með hlutverk í myndinni ásamt Shepard. „Þetta er stórt hlutverk en einangrað að því leyti að það er tekið upp sér. Hann er að leika Jim Harrisson, pólitíkus frá New-Mexico, sem er tvöfaldur í roðinu. Mig hefur lengi dreymt um að vinna með honum. Bæði er hann frábær leikari og mikið leikskáld. Hann stendur fyrir svo margt," segir Baltasar. Og ekki lítið hrós sem hann fékk frá Shepard sem hrósaði handritinu sem Baltasar hefur endurskrifað. „Þannig að það hlýtur eitthvað að vera í þessu." Baltasar lýgur engu um það: Sam Shepard er eitthvert virtasta núlifandi leikskáld heimsins auk þess sem afrekaskrá hans sem leikari á hvíta tjaldinu er tilkomumikil lesning: Frances, Homo Faber, The Pledge, The Right Stuff svo handahófskennd dæmi séu nefnd. Baltasar var nýverið hér á landi, skrapp á Landsmót hestamanna meðan Bandaríkjamenn héldu upp á 4. júlí, segist hafa þurft að athuga með ræturnar þótt hann láti vel af sér í Nýju-Mexíkó. „Þarna er mikill hiti. Og ég að breytast í súkkulaðisósu. En þetta gengur rosalega vel. Við erum tæplega hálfnaðir í tökum en fyrirhugað er að þeim ljúki í byrjun ágúst. Ég er á leiðinni aftur," segir Baltasar. Hann nefnir einnig mikinn hvalreka á fjörur þeirra sem að myndinni koma, en þar er um að ræða manninn sem stjórnaði öllum hasaratriðunum í Bourne-myndunum þar sem Matt Damon var í aðalhlutverki. „Já, munar um minna. Darrin Prescott er „stunt coordinator". Bourne-myndirnar eru flottustu „action"-myndir sem gerðar hafa verið í Ameríku," segir Baltasar sem nú heldur utan til að ljúka tökum. Og er ekki lítið ánægður með það að vera að fara að starfa með sjálfum Sam Shepard. jakob@frettabladid.is Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
„Hann er goðið. Þetta er gamall draumur," segir Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri. Baltasar var að ganga frá því nú fyrir fáeinum dögum að ráða sjálfan Sam Shepard til að leika stórt hlutverk í kvikmynd sem hann leikstýrir úti í Nýju-Mexíkó - á verndarsvæði indíana. Um er að ræða Hollywood-myndina Run for her Live. Myndin kostar 80 milljónir dollara og er þetta í fyrsta skipti sem íslenskur leikstjóri gerir mynd af þessari stærðargráðu á erlendri grund. Í aðalhlutverkum eru Dermot Mulrony og þýska leikkonan Diane Kruger en auk þeirra fara Vincent Perez og Jordi Maalá með hlutverk í myndinni ásamt Shepard. „Þetta er stórt hlutverk en einangrað að því leyti að það er tekið upp sér. Hann er að leika Jim Harrisson, pólitíkus frá New-Mexico, sem er tvöfaldur í roðinu. Mig hefur lengi dreymt um að vinna með honum. Bæði er hann frábær leikari og mikið leikskáld. Hann stendur fyrir svo margt," segir Baltasar. Og ekki lítið hrós sem hann fékk frá Shepard sem hrósaði handritinu sem Baltasar hefur endurskrifað. „Þannig að það hlýtur eitthvað að vera í þessu." Baltasar lýgur engu um það: Sam Shepard er eitthvert virtasta núlifandi leikskáld heimsins auk þess sem afrekaskrá hans sem leikari á hvíta tjaldinu er tilkomumikil lesning: Frances, Homo Faber, The Pledge, The Right Stuff svo handahófskennd dæmi séu nefnd. Baltasar var nýverið hér á landi, skrapp á Landsmót hestamanna meðan Bandaríkjamenn héldu upp á 4. júlí, segist hafa þurft að athuga með ræturnar þótt hann láti vel af sér í Nýju-Mexíkó. „Þarna er mikill hiti. Og ég að breytast í súkkulaðisósu. En þetta gengur rosalega vel. Við erum tæplega hálfnaðir í tökum en fyrirhugað er að þeim ljúki í byrjun ágúst. Ég er á leiðinni aftur," segir Baltasar. Hann nefnir einnig mikinn hvalreka á fjörur þeirra sem að myndinni koma, en þar er um að ræða manninn sem stjórnaði öllum hasaratriðunum í Bourne-myndunum þar sem Matt Damon var í aðalhlutverki. „Já, munar um minna. Darrin Prescott er „stunt coordinator". Bourne-myndirnar eru flottustu „action"-myndir sem gerðar hafa verið í Ameríku," segir Baltasar sem nú heldur utan til að ljúka tökum. Og er ekki lítið ánægður með það að vera að fara að starfa með sjálfum Sam Shepard. jakob@frettabladid.is
Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein