Á vogarskálum Þorsteinn Pálsson skrifar 7. maí 2008 08:00 Tímabundinn vandi efnahagslífsins snýst um alþjóðlega lánakreppu. Langtíma vandinn í þjóðarbúskapunum felst hins vegar í því að íslenska krónan er ekki samkeppnishæf. Þetta eru aðskilin viðfangsefni. En tímabundni vandinn má ekki verða til þess að slegið verði á frest að leggja línur um það hvernig langtíma úrlausnarefninu verður mætt. Óumdeilt ætti að vera að afar ríka hagsmuni þurfi að setja á vogarskálarnar til að réttlæta ósamkeppnishæfa mynt. Spurningar þar um lúta einkum að sjávarútveginum og Evrópusambandsaðild. Þrjú atriði koma þar helst til álita. Í fyrsta lagi eru það veiðar úr stofnum innan lögsögu. Á grundvelli reglunnar um hlutfallslegan stöðugleika héldi Ísland þar óskertum veiðirétti. Árlegar ákvarðanir um heildarafla yrðu formlega á hendi Evrópusambandsins. Forsendur ákvarðana yrðu eins og áður álit íslenskra vísindamann og ráðgjöf Alþjóða hafrannsóknaráðsins. Fiskveiðistjórnun yrði eins og nú ákveðin með lögum frá Alþingi. Hér eftir sem hingað til yrði úthlutun veiðiheimilda alfarið á höndum íslenskra stjórnvalda. Eftirlit yrði með sama hætti og nú á hendi íslenskra stjórnvalda. Efnislega raskast því engir hagsmunir. Óhagræði væri hins vegar að því að eiga heildaraflaákvarðanir undir ráðherraráði sambandsins þó að þær skiluðu sömu niðurstöðu og einhliða ákvörðun sjávarútvegsráðherra Íslands. Í ljósi þess að hér er ekki um að ræða sameiginlega fiskistofna væri rétt að setja fram kröfu um að innan ramma sameiginlegu fiskveiðistefnunnar yrði hafsvæðið hér sérstök stjórnunareining. Þó að slík ráðstöfun fæli hvorki í sér meiri né minni veiðirétt myndi hún draga úr óhagræði við ákvarðanatöku. Þessa tillögu má rökstyðja með skírskotun í evrópskar grundvallarreglur og fordæmi. Í annan stað þarf að líta á veiðar úr deilistofnum og úthafsstofnum. Þær hafa mikla efnahasgslega þýðingu. Í þeim tilvikum semur Evrópusambandið fyrir aðildarlöndin. Eðlilegt er að spyrja hvort sú staða veiki íslenska hagsmuni. Að einhverju leyti gæti hagsmunagæslan orðið flóknari en í heild sýnist staðan hvorki veikjast né styrkjast. Þriðja álitaefnið snýst um meginregluna um frjálsar fjárfestingar. Þar um höfum við ótímabundinn fyrirvara í EES-samningnum. Sá fyrirvari hefur verið viss trygging. Margir og þar á meðal ýmsir andstæðingar Evrópusambandsins hafa hins vegar viljað losna við fjárfestingarbannið óháð spurningunni um aðild. Það felur í sér mismunun og gerir stöðu sjávarútvegsfyrirtækja þrengri á ýmsa lund. Eigi að síður er það vel rökstyðjanleg jafnræðiskrafa að halda þessum fyrirvara tímabundið meðan samkeppnisfyrirtæki í evrópskum sjávarútvegi njóta styrkja. Hér hefur ráðstöfun afla fiskiskipa aldrei verið takmörkuð við landið eða einstök svæði. Slíkir átthagafjötrar vinna gegn hagræði markaðslögmálanna. Þó að engin rök standi til að setja reglur af þessu tagi er rétt að hafa í huga í tengslum við erlenda fjárfestingu að rétturinn til að setja þær hverfur ekki með Evrópusambandsaðild. Af þessu má ráða að sameiginlega fiskveiðistefnan og erlend fjárfesting gætu falið í sér ákveðið óhagræði og minniháttar áhættu. Með rökum verða þessi atriði hins vegar ekki metin svo þung á vogarskálunum að þau útiloki aðild að Evrópusambandinu og samkeppnishæfu myntsamfélagi sem er sjávarútveginum ekki síður mikilvægt en öðrum atvinnugreinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Tímabundinn vandi efnahagslífsins snýst um alþjóðlega lánakreppu. Langtíma vandinn í þjóðarbúskapunum felst hins vegar í því að íslenska krónan er ekki samkeppnishæf. Þetta eru aðskilin viðfangsefni. En tímabundni vandinn má ekki verða til þess að slegið verði á frest að leggja línur um það hvernig langtíma úrlausnarefninu verður mætt. Óumdeilt ætti að vera að afar ríka hagsmuni þurfi að setja á vogarskálarnar til að réttlæta ósamkeppnishæfa mynt. Spurningar þar um lúta einkum að sjávarútveginum og Evrópusambandsaðild. Þrjú atriði koma þar helst til álita. Í fyrsta lagi eru það veiðar úr stofnum innan lögsögu. Á grundvelli reglunnar um hlutfallslegan stöðugleika héldi Ísland þar óskertum veiðirétti. Árlegar ákvarðanir um heildarafla yrðu formlega á hendi Evrópusambandsins. Forsendur ákvarðana yrðu eins og áður álit íslenskra vísindamann og ráðgjöf Alþjóða hafrannsóknaráðsins. Fiskveiðistjórnun yrði eins og nú ákveðin með lögum frá Alþingi. Hér eftir sem hingað til yrði úthlutun veiðiheimilda alfarið á höndum íslenskra stjórnvalda. Eftirlit yrði með sama hætti og nú á hendi íslenskra stjórnvalda. Efnislega raskast því engir hagsmunir. Óhagræði væri hins vegar að því að eiga heildaraflaákvarðanir undir ráðherraráði sambandsins þó að þær skiluðu sömu niðurstöðu og einhliða ákvörðun sjávarútvegsráðherra Íslands. Í ljósi þess að hér er ekki um að ræða sameiginlega fiskistofna væri rétt að setja fram kröfu um að innan ramma sameiginlegu fiskveiðistefnunnar yrði hafsvæðið hér sérstök stjórnunareining. Þó að slík ráðstöfun fæli hvorki í sér meiri né minni veiðirétt myndi hún draga úr óhagræði við ákvarðanatöku. Þessa tillögu má rökstyðja með skírskotun í evrópskar grundvallarreglur og fordæmi. Í annan stað þarf að líta á veiðar úr deilistofnum og úthafsstofnum. Þær hafa mikla efnahasgslega þýðingu. Í þeim tilvikum semur Evrópusambandið fyrir aðildarlöndin. Eðlilegt er að spyrja hvort sú staða veiki íslenska hagsmuni. Að einhverju leyti gæti hagsmunagæslan orðið flóknari en í heild sýnist staðan hvorki veikjast né styrkjast. Þriðja álitaefnið snýst um meginregluna um frjálsar fjárfestingar. Þar um höfum við ótímabundinn fyrirvara í EES-samningnum. Sá fyrirvari hefur verið viss trygging. Margir og þar á meðal ýmsir andstæðingar Evrópusambandsins hafa hins vegar viljað losna við fjárfestingarbannið óháð spurningunni um aðild. Það felur í sér mismunun og gerir stöðu sjávarútvegsfyrirtækja þrengri á ýmsa lund. Eigi að síður er það vel rökstyðjanleg jafnræðiskrafa að halda þessum fyrirvara tímabundið meðan samkeppnisfyrirtæki í evrópskum sjávarútvegi njóta styrkja. Hér hefur ráðstöfun afla fiskiskipa aldrei verið takmörkuð við landið eða einstök svæði. Slíkir átthagafjötrar vinna gegn hagræði markaðslögmálanna. Þó að engin rök standi til að setja reglur af þessu tagi er rétt að hafa í huga í tengslum við erlenda fjárfestingu að rétturinn til að setja þær hverfur ekki með Evrópusambandsaðild. Af þessu má ráða að sameiginlega fiskveiðistefnan og erlend fjárfesting gætu falið í sér ákveðið óhagræði og minniháttar áhættu. Með rökum verða þessi atriði hins vegar ekki metin svo þung á vogarskálunum að þau útiloki aðild að Evrópusambandinu og samkeppnishæfu myntsamfélagi sem er sjávarútveginum ekki síður mikilvægt en öðrum atvinnugreinum.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun