Viðskipti innlent

Exista féll mest í dag

Forstjórar Existu ásamt stjórnarformanninum.
Forstjórar Existu ásamt stjórnarformanninum. Mynd/GVA
Gengi hlutabréfa í Exista féll um 14,17 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta fall dagsins á afar rauðum degi á íslenskum hlutabréfamarkaði.

Gengi bréfa í Atorku fór niður um 13,57 prósent, Spron um 13,43 prósent og Century Aluminum um 10,5 prósent.

Þá féll gengi bréfa í Straumi um 8,13 prósent, Bakkavarar um 7,88 prósent og Atlantic Petroleum um 7,37 prósent.

Önnur félög lækkuðu minna, þó minnst í Eimskipafélaginu en gengi bréfa í félaginu fór niður um 0,96 prósent.

Einungis gengi bréfa í færeyska bankanum Eik bank hækkaði í dag, eða um 3,53 prósent.

Úrvalsvísitalan féll um 4,8 prósent og stendur hún í 4.071 stigi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×