Viðskipti innlent

Eimskip fellur um 28 prósent á tveimur dögum

Vegfarandi skoðar Eimskip.
Vegfarandi skoðar Eimskip. Mynd/Teitur

Gengi hlutabréfa í Eimskip féll um rúm 15,4 prósent í dag. Þetta er annar dagurinn í röð sem gengið fer niður en það hefur fallið um tæp 28 prósent á tveimur dögum. Fyrirtækið afskrifaði breska frystifyrirtækið Innovate Holding úr bókum sínum í gær og nemur færslan níu milljörðum króna.

Haft var eftir Sindra Sindrasyni, stjórnarformanni Eimskips, í Vísi í gær að ljóst sé að fyrri stjórnendur hafi klúðrað málum.

Gengi bréfa í Eimskipi endaði í 14,8 krónum í dag. Það stóð í sléttum 20 krónum við upphaf viðskipta á mánudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×