Lífið

Leiðtogafundurinn gott efni í hasarmynd

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
Ridley Scott.
Ridley Scott. MYND/Getty
Leikstjórinn Ridley Scott ætlar að gera bíómynd um leiðtogafundinn í Höfða árið 1986. Scott segir fundinn gott efni í hasarmynd. Hann hafi markað upphafið að enda kalda stríðsins, og veiti auk þess tækifæri til að skoða tvo af áhrifamestu leiðtogum 20. aldarinnar.

„Þetta var afar dramatískur viðburður, sögulegur og tveir miklir persónuleikar sem tókust á," hefur Washington Post eftir Ken Adelman, sem var í starfsliði Reagans á fundinum og er einn framleiðenda myndarinnar.

Scott vonast til að klára handritið og hefja tökur myndarinnar á þessu ári. Leikstjórinn hefur gert fjölda mynda, á borð við Aliens, Blade Runner, Black Hawk Down, Thelmu og Louise og Gladiator.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.