Seðlabankar grípa til aðgerða 11. janúar 2008 09:18 Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, segir merki um samdrátt í þarlendu efnahagslífi og boðaði aðgerðir til að sporna gegn því að einkaneysla dragist saman samhliða verðbólguþrýstingi. Mestu munar um aukið atvinnuleysi, sem mældist fimm prósent í enda síðasta árs, samkvæmt Bloomberg-fréttaveitunni. Fjármálasérfræðingar segja mestar líkur á að seðlabankinn lækki stýrivexti um allt að fimmtíu punkta á næsta vaxtaákvörðunarfundi hans í í enda mánaðar en aðrir telja líklegra að um 25 punkta lækkun verði að ræða. Fjárfestar og aðrir markaðsaðilar þrýstu mjög á seðlabankann að grípa til aðgerða vegna yfirvofandi lausafjárþurrð á fjármálamörkuðum síðasta sumar. Ben Bernanke og aðrir stjórnendur bandaríska seðlabankans, sögðu hins vegar að fremur væri horft til þess að halda verðbólgu niðri en að bjarga fjármálaheiminum úr þeirri klípu sem hann hafi að nokkru leyti á sjálfur sök á. Bankinn greip hins vegar til sinna ráða á haustdögum þegar ljóst var að bandarískir bankar þyrftu að afskrifa hátt í 100 milljarða bandaríkjadala úr bókum sínum vegna vanskila á fasteignalánum til einstaklinga með lélegt greiðsluhæfi og lækkaði stýrivexti um fimmtíu punkta. Þegar afskriftaferlið smitaði út frá sér til fjármálafyrirtækja í öðrum löndum sem höfðu fjárfest í lánavöndlum sem tengdust bandarísku lánunum gripu fleiri seðlabankar til sömu ráða. Kaupþing spáði því í gær að vegna lausafjárþurrðarinnar og væntingar um lægra eignaverð í helstu viðskiptalöndum muni Seðlabanki Íslands bregðast við með sama hætti og hefja stýrivaxtalækkun á fyrsta ársfjórðungi, fyrr en áætlað var. Stýrivextir standa nú í 13,75 prósentum en munu verða um 9,25 prósent í enda árs, að mati Kaupþings. Bandaríski seðlabankinn hefur nú lækkað stýrivexti um eitt prósent og útlit fyrir frekari lækkun á árinu. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, segir merki um samdrátt í þarlendu efnahagslífi og boðaði aðgerðir til að sporna gegn því að einkaneysla dragist saman samhliða verðbólguþrýstingi. Mestu munar um aukið atvinnuleysi, sem mældist fimm prósent í enda síðasta árs, samkvæmt Bloomberg-fréttaveitunni. Fjármálasérfræðingar segja mestar líkur á að seðlabankinn lækki stýrivexti um allt að fimmtíu punkta á næsta vaxtaákvörðunarfundi hans í í enda mánaðar en aðrir telja líklegra að um 25 punkta lækkun verði að ræða. Fjárfestar og aðrir markaðsaðilar þrýstu mjög á seðlabankann að grípa til aðgerða vegna yfirvofandi lausafjárþurrð á fjármálamörkuðum síðasta sumar. Ben Bernanke og aðrir stjórnendur bandaríska seðlabankans, sögðu hins vegar að fremur væri horft til þess að halda verðbólgu niðri en að bjarga fjármálaheiminum úr þeirri klípu sem hann hafi að nokkru leyti á sjálfur sök á. Bankinn greip hins vegar til sinna ráða á haustdögum þegar ljóst var að bandarískir bankar þyrftu að afskrifa hátt í 100 milljarða bandaríkjadala úr bókum sínum vegna vanskila á fasteignalánum til einstaklinga með lélegt greiðsluhæfi og lækkaði stýrivexti um fimmtíu punkta. Þegar afskriftaferlið smitaði út frá sér til fjármálafyrirtækja í öðrum löndum sem höfðu fjárfest í lánavöndlum sem tengdust bandarísku lánunum gripu fleiri seðlabankar til sömu ráða. Kaupþing spáði því í gær að vegna lausafjárþurrðarinnar og væntingar um lægra eignaverð í helstu viðskiptalöndum muni Seðlabanki Íslands bregðast við með sama hætti og hefja stýrivaxtalækkun á fyrsta ársfjórðungi, fyrr en áætlað var. Stýrivextir standa nú í 13,75 prósentum en munu verða um 9,25 prósent í enda árs, að mati Kaupþings. Bandaríski seðlabankinn hefur nú lækkað stýrivexti um eitt prósent og útlit fyrir frekari lækkun á árinu.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira