Viðskipti erlent

Nýr forstjóri yfir Carnegie

Mikael Ericson hefur verið ráðinn forstjóri sænska fjárfestingarbankans Carnegie og mun hann taka við starfinu eigi síðar en í júlí í sumar. Bankinn lenti í miklum vandræðum í fyrrahaust þegar rannsókn efnahagsbrotayfirvalda leiddi til þess að fyrrum yfirmaður hans var dæmdur í hálfs árs fangelsi vegna innherjasvika. Maðurinn mun hafa gefið vini sínum trúnaðarupplýsingar um að góðar fréttir væru á leiðinni frá einu félagi í sænsku kauphöllinni og hagnaðist sá um tæplega 5 milljónir króna á þeim.

Í kjölfarið hætti forstjóri Carnegie í september í fyrra og hefur annar setið til bráðabrigða í stólnum. 

Ericson var áður aðstoðarforstjóri sænska bankans Handelsbanken en hafði áður gegnt ýmsum stöðum innan hans bæði í Stokkhólmi í Svíþjóð og Lundúnum í Bretlandi. Þá starfaði hann hjá Carnegie á árabilinu 1987 til 1993, að sögn sænska dagblaðsins Dagens Industri, sem hefur eftir Anders Fallman, stjórnarformanni Carnegie, að hann sé rétti maðurinn í starfið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×