Gengi hlutabréfa í Teymi hækkaði mest skráðra félaga í Kauphöll Íslands í dag, eða um 2,03 prósent. Það er jafnframt eina félagið sem hefur hækkað á árinu. Á eftir fylgdu Flaga, sem hefur fallið í vikunni, Exista og Eimskipafélagið en gengi þeirra hækkaði um rúmt prósent.
Gengi bréfa í Century Aluminum féll hins vegar um rúm átta prósent á sama tíma og í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum um rúm fjögur prósent.
Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,3 prósent og stendur vísitalan í 5.531 stigi.