Handbolti

Fram enn ósigrað á toppnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði sex mörk fyrir Fram í kvöld.
Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði sex mörk fyrir Fram í kvöld. Mynd/Anton

Fram vann sigur á Gróttu, 25-19, er heil umferð fór fram í N1-deild kvenna í handbolta í kvöld.

Framarar höfðu tveggja marka forystu í hálfleik, 12-10, og tóku svo öll völd á vellinum í síðari hálfleik. Mestur varð tíu marka munur á liðunum.

Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði flest mörk Framara, sex talsins, og Sara Sigurðardóttir skoraði fimm mörk.

Karólína Gunnarsdóttir skoraði fimm mörk fyrir Gróttu og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fjögur.

Stjarnan vann þá góðan sigur á HK, 35-28, og Haukar unnu Fylki, 19-17. Að síðustu vann Valur stóran sigur á FH á útivelli, 36-19.

Fram er á toppi deildarinnar með 25 stig, Valur í því öðru með 22. Valur á þó leik til góða á Fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×