Viðskipti innlent

Sprettur í Kauphöllinni

Lýður og Ágúst Guðmundssynir, kenndir við Bakkavör sem jafnframt eru stærstu hluthafar í Existu. Félagið tók sprettinn í Kauphöllinni í dag og hækkaði um rúm fimm prósent í fyrstu viðskiptum.
Lýður og Ágúst Guðmundssynir, kenndir við Bakkavör sem jafnframt eru stærstu hluthafar í Existu. Félagið tók sprettinn í Kauphöllinni í dag og hækkaði um rúm fimm prósent í fyrstu viðskiptum.

Exista og SPRON tóku sprettinn ásamt öllum bönkum og fjármálafyrirtækjum í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöll Íslands í dag en gengi þeirra rauk upp um fimm prósent. Gengi jafnaði sig fljótlega um eitt prósent að meðaltali en ekkert félag hefur lækkað enn sem komið er.

Þetta er í samræmi við þróunina á erlendum hlutabréfamörkuðum í dag.

Úrvalsvísitalan hefur nú hækkað um 3,27 prósent og stendur hún í 5.217 stigum. Það jafngildir því engu að síður að vísitalan hefur fallið um 17,5 prósent frá áramótum. Þetta er svipað ról og hún var á í enda árs 2005.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×