Handbolti

Mikilvægur sigur Fram

Mynd/Audunn

Fram sigraði Val 17-19 í toppslag erkifjenda í N1-deild kvenna í Vodafonehöllinna að Hlíðarenda í gærkvöldi.



Upphafsmínútur leiksins voru litaðar af taugaveiklun og tæknifeilum hjá leikmönnum liðanna enda gríðarlega mikið í húfi og augljóst að bæði lið ætluðu að selja sig dýrt í leiknum.

Leikmönnum gekk illa að skora framan af og hörku varnarleikur og markvarsla fengu að njóta sín og staðan var aðeins 2-3 Fram í vil þegar stundarfjórðungur var liðinn af leiknum. Gestirnir tóku svo smátt og smátt öll völd á vellinum og staðan var orðin 6-11 í hálfleik.



Valsstúlkur mættu ákveðnari til síðari hálfleiks og náðu fljótt að saxa á forskot Framstúlkna niður í tvö mörk, 12-14, um miðjan seinni hálfleik. Munurinn var kominn í eitt mark þegar tíu mínútur voru eftir og munurinn var enn aðeins eitt mark, 17-18, þegar ein mínúta lifði leiks.

Valsstúlkur fengu nokkur tækifæri til þess að jafna leikinn og meðal annars þegar tíu sekúndur voru eftir en skotið missti marks og Framstúlkur áttu lokaorðið þegar markvörðurinn Kristina Matuzeviciute skoraði með langskoti yfir völlinn og lokatölur því 17-19. - óþ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×