Hlynur: Stefnum á efstu fjögur sætin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. febrúar 2008 14:31 Hlynur Bæringsson með viðurkenningu sína í dag. Mynd/E. Stefán „Mér finnst alltaf gaman af slíkum viðurkenningum og þeir sem halda öðru fram eru einfaldlega að ljúga," sagði Hlynur Bæringsson, besti leikmaður Iceland Express-deildar karla í umferðum 9-15. „Þetta er svo sem ekkert sem maður stefnir að sérsatklega en það er þægileg tilfinning að vita að maður sé að gera eitthvað rétt." Kjör á besta leikmanninum og liði umferðanna var kynnt í dag. Hlynur leikur með Snæfelli sem vann fjóra af þeim sjö leikjum í áðurnefndum umferðum. Liðið situr í sjötta sæti deildarinnar sem stendur en er komið í úrslit bikarkeppninnar. „Ég hef verið mjög ánægður með gengi liðsins undanfarnar vikur. Við höfum fengið tvo sterka leikmenn aftur á fullu í liðið, þá Magna og Jón Ólaf og unnið sterk lið. Við unnum til að mynda Keflavík og Njarðvík tvisvar en töpuðum að vísu fyrir KR." Magni Hafsteinsson var lítið með Snæfelli fyrir áramót og þá var Jón Ólafur Jónsson frá í rúma tvo mánuði vegna meiðsla. En Hlyni líst vel á framhaldið. „Mér líst mjög vel á deildina og ég tel það gott að öll lið geti tapað alls staðar. Það er spilaður góður körfubolti og finnst mér deildin yfirhöfuð vera svolítið vanmetin." „Okkar gengi hefur ekki verið neitt sérstakt og erum við í sjötta sæti sem stendur. Við stefnum á efstu fjögur sætin til að koma okkur í heimavallarrétt í úrslitakeppninni." „Heimavallarrétturinn getur skipt miklu máli. Það er erfitt að lenda í fimmta sæti og fá þá sterkt lið í fyrstu umferð og eiga ekki heimavöllinn inni fyrir oddaleikinn." „Svo í næstu umferð er spilað upp á þrjá sigurleiki og þá skiptir heimavöllurinn ekki jafn miklu máli. Það er alltaf hægt að stela einum leik á útivelli í svo löngum seríum ef liðið er á annað borð nógu gott til að komast áfram." Hópurinn samankominn. Lengst til hægri er Hannes Jónsson formaður KKÍ og lengst til vinstri Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express.E. StefánAdam Darboe, Grindavík.E. StefánBrenton Birmingham, Njarðvík.E. StefánHreggviður Magnússon, ÍR.E. StefánHlynur Bæringsson, Snæfelli.E. StefánDarrell Flake, Skallagrími.E. StefánKristinn Óskarsson, besti dómarinn.E. StefánKen Webb, Skallagrími, besti þjálfarinn.E. StefánHlynur Bæringsson með viðurkenningu sína sem hann hlaut fyrir að vera útnefndur besti leikmaðurinn.E. Stefán Dominos-deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
„Mér finnst alltaf gaman af slíkum viðurkenningum og þeir sem halda öðru fram eru einfaldlega að ljúga," sagði Hlynur Bæringsson, besti leikmaður Iceland Express-deildar karla í umferðum 9-15. „Þetta er svo sem ekkert sem maður stefnir að sérsatklega en það er þægileg tilfinning að vita að maður sé að gera eitthvað rétt." Kjör á besta leikmanninum og liði umferðanna var kynnt í dag. Hlynur leikur með Snæfelli sem vann fjóra af þeim sjö leikjum í áðurnefndum umferðum. Liðið situr í sjötta sæti deildarinnar sem stendur en er komið í úrslit bikarkeppninnar. „Ég hef verið mjög ánægður með gengi liðsins undanfarnar vikur. Við höfum fengið tvo sterka leikmenn aftur á fullu í liðið, þá Magna og Jón Ólaf og unnið sterk lið. Við unnum til að mynda Keflavík og Njarðvík tvisvar en töpuðum að vísu fyrir KR." Magni Hafsteinsson var lítið með Snæfelli fyrir áramót og þá var Jón Ólafur Jónsson frá í rúma tvo mánuði vegna meiðsla. En Hlyni líst vel á framhaldið. „Mér líst mjög vel á deildina og ég tel það gott að öll lið geti tapað alls staðar. Það er spilaður góður körfubolti og finnst mér deildin yfirhöfuð vera svolítið vanmetin." „Okkar gengi hefur ekki verið neitt sérstakt og erum við í sjötta sæti sem stendur. Við stefnum á efstu fjögur sætin til að koma okkur í heimavallarrétt í úrslitakeppninni." „Heimavallarrétturinn getur skipt miklu máli. Það er erfitt að lenda í fimmta sæti og fá þá sterkt lið í fyrstu umferð og eiga ekki heimavöllinn inni fyrir oddaleikinn." „Svo í næstu umferð er spilað upp á þrjá sigurleiki og þá skiptir heimavöllurinn ekki jafn miklu máli. Það er alltaf hægt að stela einum leik á útivelli í svo löngum seríum ef liðið er á annað borð nógu gott til að komast áfram." Hópurinn samankominn. Lengst til hægri er Hannes Jónsson formaður KKÍ og lengst til vinstri Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express.E. StefánAdam Darboe, Grindavík.E. StefánBrenton Birmingham, Njarðvík.E. StefánHreggviður Magnússon, ÍR.E. StefánHlynur Bæringsson, Snæfelli.E. StefánDarrell Flake, Skallagrími.E. StefánKristinn Óskarsson, besti dómarinn.E. StefánKen Webb, Skallagrími, besti þjálfarinn.E. StefánHlynur Bæringsson með viðurkenningu sína sem hann hlaut fyrir að vera útnefndur besti leikmaðurinn.E. Stefán
Dominos-deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum