Deildarbikarsmálið tekið fyrir í næstu viku Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. febrúar 2008 11:05 Framarar fagna deildabikarsmeistaratitilinum sínum. Mynd/Arnþór Enn er ekki búið að leiða deildarbikarsmálið svokallaða til lykta fyrir dómstóli HSÍ þar sem málið var tekið fyrir öðru sinni í vikunni. Málið snýst um að í úrslitaleik Fram og Hauka í deildabikarkeppni HSÍ hafi ritari skráð eitt aukamark á Fram í fyrri hálfleik sem hafi breytt gangi leiksins mikið. Svo fór að Fram vann með tveggja marka mun en síðasta markið skoruðu þeir þegar að Haukar voru nánast hættir að verjast þar sem þeir töldu sem svo að leikurinn væri svo gott sem tapaður. Haukar kærðu úrslit leiksins en þeirri kæru var vísað frá vegna formgalla. Nú hafa Haukar kært á nýjan leik og er málið nú til meðferðar hjá dómstóli HSÍ. Bergþóra Sigmundsdóttir er formaður dómstólsins og sagði í samtali við Vísi að ómögulegt væri að segja til um hvenær niðurstaða væri væntanleg. „Málið er í höndum Jóhannesar Alberts Sævarssonar og getur hann ekki tjáð sig efnislega um málið á meðan það er til meðferðar," sagði hún. „Þegar hefur verið reynt að leita sátta hjá málsaðilum en það hefur ekki tekist. Það liggur því fyrir að málið verði tekið til efnislegrar málsmeðferðar." Jóhannes sagði í samtali við Vísi að málsaðilar væru nú að vinna að greinargerðum sínum um málið og að málflutningur færi væntanlega fram um miðja næstu viku. Niðurstöðu er svo að vænta í lok næstu viku eða fljótlega eftir næstu helgi. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Óvíst hvort Fram haldi deildarbikartitlinum Nú hefur komið í ljós að sennilega hafa starfsmenn á úrslitaleik Fram og Hauka í deildarbikarkeppni karla í handbolta skráð vitlausan fjölda marka fyrrnefnda liðsins í fyrri hálfleik. 29. desember 2007 17:55 Þriðja mark Einars Inga tvískráð í sjónvarpsútsendingu Vísir getur nú staðfest að mark sem Fram skoraði í fyrri hálfleik í úrslitaleik deildarbikarkeppni karla gegn Haukum var tvískráð í útsendingu Sjónvarpsins. 29. desember 2007 19:02 Fram deildarbikarmeistari karla Fram varð í dag deildarbikarmeistari karla eftir sigur á Haukum í úrslitaleik, 30-28. 29. desember 2007 17:24 Dómarar viðurkenndu mistökin og Haukar hafa kært Eftirlitsdómari og annar dómara leiks Fram og Hauka í úrslitum deildabikarkeppninnar hafa viðurkennt að eitt mark Fram var tvískráð í fyrri hálfleik liðanna í gær. 30. desember 2007 18:22 Aron: Munum kæra ef rétt reynist Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, sagði í samtali við Vísi að þeir munu kæra leikinn við Fram í ljós ef í ljós kemur að mark Fram var tvískráð í leiknum. 29. desember 2007 20:12 Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Landsliðin spila í Adidas næstu árin Handbolti Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Handbolti Fleiri fréttir Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Sjá meira
Enn er ekki búið að leiða deildarbikarsmálið svokallaða til lykta fyrir dómstóli HSÍ þar sem málið var tekið fyrir öðru sinni í vikunni. Málið snýst um að í úrslitaleik Fram og Hauka í deildabikarkeppni HSÍ hafi ritari skráð eitt aukamark á Fram í fyrri hálfleik sem hafi breytt gangi leiksins mikið. Svo fór að Fram vann með tveggja marka mun en síðasta markið skoruðu þeir þegar að Haukar voru nánast hættir að verjast þar sem þeir töldu sem svo að leikurinn væri svo gott sem tapaður. Haukar kærðu úrslit leiksins en þeirri kæru var vísað frá vegna formgalla. Nú hafa Haukar kært á nýjan leik og er málið nú til meðferðar hjá dómstóli HSÍ. Bergþóra Sigmundsdóttir er formaður dómstólsins og sagði í samtali við Vísi að ómögulegt væri að segja til um hvenær niðurstaða væri væntanleg. „Málið er í höndum Jóhannesar Alberts Sævarssonar og getur hann ekki tjáð sig efnislega um málið á meðan það er til meðferðar," sagði hún. „Þegar hefur verið reynt að leita sátta hjá málsaðilum en það hefur ekki tekist. Það liggur því fyrir að málið verði tekið til efnislegrar málsmeðferðar." Jóhannes sagði í samtali við Vísi að málsaðilar væru nú að vinna að greinargerðum sínum um málið og að málflutningur færi væntanlega fram um miðja næstu viku. Niðurstöðu er svo að vænta í lok næstu viku eða fljótlega eftir næstu helgi.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Óvíst hvort Fram haldi deildarbikartitlinum Nú hefur komið í ljós að sennilega hafa starfsmenn á úrslitaleik Fram og Hauka í deildarbikarkeppni karla í handbolta skráð vitlausan fjölda marka fyrrnefnda liðsins í fyrri hálfleik. 29. desember 2007 17:55 Þriðja mark Einars Inga tvískráð í sjónvarpsútsendingu Vísir getur nú staðfest að mark sem Fram skoraði í fyrri hálfleik í úrslitaleik deildarbikarkeppni karla gegn Haukum var tvískráð í útsendingu Sjónvarpsins. 29. desember 2007 19:02 Fram deildarbikarmeistari karla Fram varð í dag deildarbikarmeistari karla eftir sigur á Haukum í úrslitaleik, 30-28. 29. desember 2007 17:24 Dómarar viðurkenndu mistökin og Haukar hafa kært Eftirlitsdómari og annar dómara leiks Fram og Hauka í úrslitum deildabikarkeppninnar hafa viðurkennt að eitt mark Fram var tvískráð í fyrri hálfleik liðanna í gær. 30. desember 2007 18:22 Aron: Munum kæra ef rétt reynist Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, sagði í samtali við Vísi að þeir munu kæra leikinn við Fram í ljós ef í ljós kemur að mark Fram var tvískráð í leiknum. 29. desember 2007 20:12 Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Landsliðin spila í Adidas næstu árin Handbolti Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Handbolti Fleiri fréttir Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Sjá meira
Óvíst hvort Fram haldi deildarbikartitlinum Nú hefur komið í ljós að sennilega hafa starfsmenn á úrslitaleik Fram og Hauka í deildarbikarkeppni karla í handbolta skráð vitlausan fjölda marka fyrrnefnda liðsins í fyrri hálfleik. 29. desember 2007 17:55
Þriðja mark Einars Inga tvískráð í sjónvarpsútsendingu Vísir getur nú staðfest að mark sem Fram skoraði í fyrri hálfleik í úrslitaleik deildarbikarkeppni karla gegn Haukum var tvískráð í útsendingu Sjónvarpsins. 29. desember 2007 19:02
Fram deildarbikarmeistari karla Fram varð í dag deildarbikarmeistari karla eftir sigur á Haukum í úrslitaleik, 30-28. 29. desember 2007 17:24
Dómarar viðurkenndu mistökin og Haukar hafa kært Eftirlitsdómari og annar dómara leiks Fram og Hauka í úrslitum deildabikarkeppninnar hafa viðurkennt að eitt mark Fram var tvískráð í fyrri hálfleik liðanna í gær. 30. desember 2007 18:22
Aron: Munum kæra ef rétt reynist Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, sagði í samtali við Vísi að þeir munu kæra leikinn við Fram í ljós ef í ljós kemur að mark Fram var tvískráð í leiknum. 29. desember 2007 20:12