Kjallari og bakdyr 11. febrúar 2008 15:39 Svo er komið fyrir borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins að hann fer ýmist bakdyramegin út af fundi eða út um kjallarann. Þetta heitir á mannamáli að geta ekki horfst í augu við veruleikann. Hádegisfundur Vilhjálms Þonn var rislítill. Hann ætlar að halda áfram, en þó eiginlega ekki alveg ... Ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn mun þjást næstu vikurnar. Innanmeinið leggst þungt á hann. Og óskaplega sem Villi var einn á þessum fundi. Enginn af félögum hans í borgarstjórnarflokknum vildi tjá sig um það sem fram fór á fundinum, að því er fram kemur á visir.is. Júlíus Vífill, Þorbjörg Helga og Jórunn Frímannsdóttir yfirgáfu fundinn orðalaust og bægðu blaðamönnum frá sér. Gísli Marteinn og Hanna Birna yfirgáfu Valhöll með því að fara út um kjallara hússins. Ó, boj, ó boj ... Ó, borg mín borg ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun
Svo er komið fyrir borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins að hann fer ýmist bakdyramegin út af fundi eða út um kjallarann. Þetta heitir á mannamáli að geta ekki horfst í augu við veruleikann. Hádegisfundur Vilhjálms Þonn var rislítill. Hann ætlar að halda áfram, en þó eiginlega ekki alveg ... Ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn mun þjást næstu vikurnar. Innanmeinið leggst þungt á hann. Og óskaplega sem Villi var einn á þessum fundi. Enginn af félögum hans í borgarstjórnarflokknum vildi tjá sig um það sem fram fór á fundinum, að því er fram kemur á visir.is. Júlíus Vífill, Þorbjörg Helga og Jórunn Frímannsdóttir yfirgáfu fundinn orðalaust og bægðu blaðamönnum frá sér. Gísli Marteinn og Hanna Birna yfirgáfu Valhöll með því að fara út um kjallara hússins. Ó, boj, ó boj ... Ó, borg mín borg ... -SER.