Handbolti

Dagur ekki ráðinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dagur í leik með íslenska handboltalandsliðinu.
Dagur í leik með íslenska handboltalandsliðinu.

Dagur Sigurðsson tikynnti forsvarsmönnum HSÍ í morgun að hann væri ekki tilbúinn að taka að sér starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins.

HSÍ hefur leitað af eftirmanni Alfreðs Gíslasonar síðustu vikur eftir að hann mætti með liðið að lokinni EM í handbolta.

Fréttatilkynning HSÍ:

„Viðræður milli HSÍ og Dags Sigurðssonar hafa verið í gangi undanfarna daga og á fundi nú í morgunn tjáði Dagur forsvarsmönnum HSÍ að hann væri ekki tilbúin í það að taka við þjálfun karlalandsliðsins að svo stöddu þar sem að hann væri í mjög góðu starfi sem framkvæmdastjóri Vals.

Handknattleikssamband Íslands óskar Degi velfarnaðar í því starfi og vonast eftir að fá að njóta starfskrafta hans þó síðar verði."

Það má svo bæta við þetta að undanfarinn sólarhring hefur verið könnun á íþróttavef Vísis þar sem spurt var: „Á HSÍ að ráða Dag Sigurðsson sem landsliðsþjálfara?"

Naumur meirihluti svaraði þeirri spurningu játandi eða 55,4%




Fleiri fréttir

Sjá meira


×