Mansal á dagskrá Steinunn Stefánsdóttir skrifar 14. febrúar 2008 07:00 Aldrei hefur fallið dómur á Íslandi í mansalsmáli. Ástæðan er þó ekki sú að fórnarlömb mansals sé hér ekki að finna. Skýringin er miklu fremur að yfirvöld hafa til þessa hafnað því að horfast í augu við þessa neyð. Á meðan yfirvöld skella skollaeyrum við mansali er þó ljóst að fórnarlömb þess ganga hér meðal okkar, konur sem hingað hafa komið til að vinna fyrir sér með nektardansi og jafnvel annarri kynlífstengdri vinnu. Þeir, eða öllu heldur þær, sem koma að málefnum kvenna sem hafa orðið fyrir kynbundnu ofbeldi eru eru sammála um að mansal þrífst á Íslandi og þær hafa í starfi sínu hitt fyrir fórnarlömb mansals. Engin markviss leit að fórnarlömbum mansals fer fram hér á landi og engu fjármagni hefur verið sérstaklega varið til þess að fá yfirsýn yfir og koma böndum á mansal. Þar stöndum við að baki nágrannaþjóðum okkar en bæði Norðmenn og Danir verja, eða hyggjast verja umtalsverðu fjármagni í mansalsverkefni. Í þeim löndum er sem sagt farið að horfast í augu við vandann og leitast við að bregðast við honum. „Mansal er ekki í dagsljósinu og enginn hefur yfirsýn yfir það, hvorki hér né annars staðar í Evrópu," segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, þó í frétt í Fréttablaðinu í dag. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefur komið á fót starfshópi sem ætlað er að vinna aðgerða áætlun gegn mansali. Að auki er Rauði krossinn með rannsókn á mansali í bígerð. Sömuleiðis mynda fulltrúar fjórtán stofnana, ráðuneyta og félagasamtaka starfshóp um mansal og er sá starfshópur hluti af samstarfsverkefni Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Hópurinn hefur hist reglulega í tvö ár undir forystu Guðrúnar hjá Stígamótum. Meðal þess sem hann hefur áorkað er að nú styðja þeir einstaklingar sem hitta fórnarlömb mansals á mismunandi vettvangi hver annan og leitast við að samræma vinnubrögð sín. Líklegt er að ef ekki væri fyrir atbeina þessa hóps þá væru yfirvöld á Íslandi enn algerlega blind fyrir mansali og fórnarlömbum þess hér á landi. Í frétt blaðsins í dag segist Guðrún Jónsdóttir gera ráð fyrir að aðgerðaáætlun Jóhönnu fylgi peningar. „Ég er full bjartsýni vegna þess að Jóhanna Sigurðardóttir hefur tekið að sér þennan málaflokk og lýst yfir að hún vilji takast á við þau verkefni sem taka þarf á," segir Guðrún. Í það minnsta má binda vonir við að það eitt að mansal er nú komið á dagskrá í fyrsta sinn leiði til þess að við því verði brugðist, að yfirvöld hætti að snúa blinda auganu að mansali á Íslandi þegar þeim sem úti á akrinum eru ber saman um að það þrífist hér rétt eins og annars staðar. Sú aðgerðaáætlun sem starfshópi Jóhönnu er ætlað að vinna að á eftir að líta dagsins ljós. Fyrir liggur að henni verður að fylgja fjármagn annars verður hún bara að enn einni skýrslunni sem dagar uppi í skúffu meðan mansali vex fiskur um hrygg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun
Aldrei hefur fallið dómur á Íslandi í mansalsmáli. Ástæðan er þó ekki sú að fórnarlömb mansals sé hér ekki að finna. Skýringin er miklu fremur að yfirvöld hafa til þessa hafnað því að horfast í augu við þessa neyð. Á meðan yfirvöld skella skollaeyrum við mansali er þó ljóst að fórnarlömb þess ganga hér meðal okkar, konur sem hingað hafa komið til að vinna fyrir sér með nektardansi og jafnvel annarri kynlífstengdri vinnu. Þeir, eða öllu heldur þær, sem koma að málefnum kvenna sem hafa orðið fyrir kynbundnu ofbeldi eru eru sammála um að mansal þrífst á Íslandi og þær hafa í starfi sínu hitt fyrir fórnarlömb mansals. Engin markviss leit að fórnarlömbum mansals fer fram hér á landi og engu fjármagni hefur verið sérstaklega varið til þess að fá yfirsýn yfir og koma böndum á mansal. Þar stöndum við að baki nágrannaþjóðum okkar en bæði Norðmenn og Danir verja, eða hyggjast verja umtalsverðu fjármagni í mansalsverkefni. Í þeim löndum er sem sagt farið að horfast í augu við vandann og leitast við að bregðast við honum. „Mansal er ekki í dagsljósinu og enginn hefur yfirsýn yfir það, hvorki hér né annars staðar í Evrópu," segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, þó í frétt í Fréttablaðinu í dag. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefur komið á fót starfshópi sem ætlað er að vinna aðgerða áætlun gegn mansali. Að auki er Rauði krossinn með rannsókn á mansali í bígerð. Sömuleiðis mynda fulltrúar fjórtán stofnana, ráðuneyta og félagasamtaka starfshóp um mansal og er sá starfshópur hluti af samstarfsverkefni Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Hópurinn hefur hist reglulega í tvö ár undir forystu Guðrúnar hjá Stígamótum. Meðal þess sem hann hefur áorkað er að nú styðja þeir einstaklingar sem hitta fórnarlömb mansals á mismunandi vettvangi hver annan og leitast við að samræma vinnubrögð sín. Líklegt er að ef ekki væri fyrir atbeina þessa hóps þá væru yfirvöld á Íslandi enn algerlega blind fyrir mansali og fórnarlömbum þess hér á landi. Í frétt blaðsins í dag segist Guðrún Jónsdóttir gera ráð fyrir að aðgerðaáætlun Jóhönnu fylgi peningar. „Ég er full bjartsýni vegna þess að Jóhanna Sigurðardóttir hefur tekið að sér þennan málaflokk og lýst yfir að hún vilji takast á við þau verkefni sem taka þarf á," segir Guðrún. Í það minnsta má binda vonir við að það eitt að mansal er nú komið á dagskrá í fyrsta sinn leiði til þess að við því verði brugðist, að yfirvöld hætti að snúa blinda auganu að mansali á Íslandi þegar þeim sem úti á akrinum eru ber saman um að það þrífist hér rétt eins og annars staðar. Sú aðgerðaáætlun sem starfshópi Jóhönnu er ætlað að vinna að á eftir að líta dagsins ljós. Fyrir liggur að henni verður að fylgja fjármagn annars verður hún bara að enn einni skýrslunni sem dagar uppi í skúffu meðan mansali vex fiskur um hrygg.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun