Viðskipti innlent

Úrvalsvísitalan undir 5.000 stigin

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands.

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,90 prósent í Kauphöll Íslands í dag og fór hún undir 5.000 stigin eftir hádegi í dag. Vísitalan stendur nú í 4.990 stigum og hefur fallið um rétt rúmt 21 prósent frá áramótum.

Vísitalan stóð í 6.144 stigum við upphaf árs en endaði lægst í 4.848 stigum 11. febrúar síðastliðinn. Þá hafði hún ekki verið lægri síðan seint í nóvember árið 2005.

Gengi Icelandair hefur batnað lítillega frá í morgun en gengið hefur engu að síður fallið um 3,5 prósent. Þegar verst lét í morgun hafði gengið fallið um rúm sex prósent.

Bréf í Kaupþingi, Straumi, Existu, FL Group og SPRON hafa öll lækkað um rúmt prósent en í Marel og Glitni minna.

Á sama tíma hefur gengi bréfa í hinum færeyska Eik banka, Atorku, Össur, Eimskipafélaginu og færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkað. Hækkun þeirra stendur þó undir einu prósentustigi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×