Gauksdómurinn 27. febrúar 2008 17:51 Loksins er fallinn dómur sem tekur á ritfrelsi manna í bloggheimum. Það hlaut að koma að því. Gaukur Úlfarsson Þormóðssonar er eplið í grennd við eikina sem móðgað hefur Ómar Valdimarsson júníor - og nú er vettvangurinn að sumu leyti skilgetið afkvæmi Spegilsins gamla; bloggið sjálft ... hinn frjálsi dónaskapur samtímans. Spurningin er þessi: Hvað mega nafngreindir menn segja um aðra nafngreinda menn? Hvar er grensan? Er hún föst eða hreyfist hún með tíðarandanum? Ósköpin öll sem ég hef lesið um sjálfan mig á bloggi og neti - og margt af því skítt. En mér finnst það partur af umræðunni - sumsé frjálsu flæði hugsana í þróttmiklu lýðræðissamfélagi - að láta misjafnlega miklar svívirðingar yfir sig ganga ... ef menn kvitta fyrir það. Á maður ekki í þokkabót að heita skrápuð opinber persóna! En aularnir, aumingjarnir, kúkalabbarnir eru að þessu í skjóli nafnleyndar. Það eru allt aðrir menn en þeir hinir semk skrifa undir nafni. Aularnie ru netrunkarar. Sannarlegir netperrar. Þar og varla annars staðar en þar liggur vandinn. Það segir á góðum stað: Þú verður að geta sagt það við mann sem þú ætlar að segja um mann. Það gildir í bloggheimum. Það gildir almennt í lífinu. Í ritfrjálsu samfélagi eiga menn seint að reiðast reiðilestrum nafngreindra pistlahöfunda. Þeir eru þó menn að því að reiðast í eigin nafni. Hitt er vibbinn. Netrunkið. Það er grundvallarmunur á því að vega að mönnum undir nafni eða nafnlaust ... En auðvitað er mannlegt að móðgast. Og skrápurinn misjafn ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun
Loksins er fallinn dómur sem tekur á ritfrelsi manna í bloggheimum. Það hlaut að koma að því. Gaukur Úlfarsson Þormóðssonar er eplið í grennd við eikina sem móðgað hefur Ómar Valdimarsson júníor - og nú er vettvangurinn að sumu leyti skilgetið afkvæmi Spegilsins gamla; bloggið sjálft ... hinn frjálsi dónaskapur samtímans. Spurningin er þessi: Hvað mega nafngreindir menn segja um aðra nafngreinda menn? Hvar er grensan? Er hún föst eða hreyfist hún með tíðarandanum? Ósköpin öll sem ég hef lesið um sjálfan mig á bloggi og neti - og margt af því skítt. En mér finnst það partur af umræðunni - sumsé frjálsu flæði hugsana í þróttmiklu lýðræðissamfélagi - að láta misjafnlega miklar svívirðingar yfir sig ganga ... ef menn kvitta fyrir það. Á maður ekki í þokkabót að heita skrápuð opinber persóna! En aularnir, aumingjarnir, kúkalabbarnir eru að þessu í skjóli nafnleyndar. Það eru allt aðrir menn en þeir hinir semk skrifa undir nafni. Aularnie ru netrunkarar. Sannarlegir netperrar. Þar og varla annars staðar en þar liggur vandinn. Það segir á góðum stað: Þú verður að geta sagt það við mann sem þú ætlar að segja um mann. Það gildir í bloggheimum. Það gildir almennt í lífinu. Í ritfrjálsu samfélagi eiga menn seint að reiðast reiðilestrum nafngreindra pistlahöfunda. Þeir eru þó menn að því að reiðast í eigin nafni. Hitt er vibbinn. Netrunkið. Það er grundvallarmunur á því að vega að mönnum undir nafni eða nafnlaust ... En auðvitað er mannlegt að móðgast. Og skrápurinn misjafn ... -SER.