Hættan í Efstaleiti Jón Kaldal skrifar 29. febrúar 2008 09:20 Það hefur tæplega farið fram hjá neinum að mikil gleði ríkir í Útvarpshúsinu í Efstaleiti þessa dagana. Nýjar rafrænar áhorfskannanir Capacent sýna að mjög mikið áhorf er á dagskrá Ríkissjónvarpsins meðal landsmanna. Í nýjustu mælingarvikunni átti til dæmis Ríkissjónvarpið átján af þeim tuttugu dagskrárliðum sem var mest horft á þá vikuna. Forráðamenn Ríkisútvarpsins hafa auglýst þessa stöðu grimmt. Tvennt er sérstaklega umhugsunarefni við þá auglýsingaherferð. Annars vegar að hverjum hún beinist og hins vegar hvað er verið að auglýsa? Vissulega er upplýsandi fyrir áhorfendur að vita hvaða þættir njóta vinsælda. Upplýsingagildið fyrir áhorfendur er þó algjör hliðaráhrif auglýsinga Ríkisútvarpsins. Auglýsingaherferðin er fyrst og síðast birtingarmynd þeirrar hörðu samkeppni sem ríkisstofnunin stendur í við einkarekna fjölmiðla um fjármagn auglýsenda. Engin ástæða er til að efast um annað, enda er yfirlýstur megintilgangur mælinga Capacent að kortleggja notkun ljósvakamiðla svo auglýsendur geti náð sem mestri nýtingu á þeim peningum sem þeir verja til markaðsstarfa. Hitt er að skoða hvað það er sem stjórnendur ríkisstofnunarinnar vilja halda svona hátt á lofti með auglýsingaherferð sinni. Er það hversu vel þeim hefur tekist að sinna því menningarhlutverki sem þeim er treyst fyrir? Er verið að auglýsa metnaðarfulla innlenda þætti, þar sem af dirfsku er tekin listræn áhætta; eitthvað sem hefði ella ekki ratað á skjái landsmanna? Því miður er svarið nei. Mikið auglýstir vinsælir dagskrárliðir Ríkissjónvarpsins sýna að stofnunin hefur komið sér kirfilega fyrir í miðjum meginstraumnum þar sem kappsmálið er að fá sem mest áhorf og höfða þannig til þeirra sem vilja kaupa auglýsingar í sjónvarpi. Það þarf ekki sérstaka þekkingu á fjölmiðlamarkaði til að átta sig á að umfang Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði kemur langverst við Skjá einn, einu sjónvarpsstöð landsins sem eingöngu lifir af auglýsingatekjum. Stöð 2 er síður háð auglýsingum og getur unað ágætlega við sinn hlut í skjóli þeirra rúmlega 45 þúsund heimila sem eru í áskrift. Hér hefur margsinnis áður verið bent á að staða Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði er samkeppnishindrun. Algeng viðbrögð úr Efstaleitinu og víðar eru að þær ábendingar séu sprottnar af hagsmunagæslu fyrir eigendur þess fjölmiðlafyrirtækis sem Fréttablaðið er hluti af. Hið rétta er að þeim sem starfa á einkareknum fjölmiðlum, og er örugglega óhætt að mæla fyrir hönd okkar allra, svíður samkeppnin við ríkisstofnunina um rekstrarfé. Allir fjölmiðlar, hvort sem þarf að greiða fyrir aðgang að þeim eða ekki, byggja afkomu sína að stórum hluta á auglýsingatekjum. Og auðvitað ráða tekjurnar því hversu umfangsmikil og metnaðarfull frétta- og efnisframleiðslan getur verið. Auglýsingafé er takmörkuð auðlind og fjölmargir eru um hituna, dagblöð, tímarit, ljósvaka- og netmiðlar. Það er kristalstært að umfang Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði takmarkar möguleika sumra fjölmiðla til að vaxa og dafna og vegur hreinlega að tilveru annarra. Þessi pistill er skrifaður með hag fjölbreytts fjölmiðlamarkaðar í huga, fyrir Fréttablaðið, 24 stundir, Viðskiptablaðið, visi.is, Skjá einn, eyjuna.is, Stöð 2 og alla aðra einkarekna fjölmiðla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun
Það hefur tæplega farið fram hjá neinum að mikil gleði ríkir í Útvarpshúsinu í Efstaleiti þessa dagana. Nýjar rafrænar áhorfskannanir Capacent sýna að mjög mikið áhorf er á dagskrá Ríkissjónvarpsins meðal landsmanna. Í nýjustu mælingarvikunni átti til dæmis Ríkissjónvarpið átján af þeim tuttugu dagskrárliðum sem var mest horft á þá vikuna. Forráðamenn Ríkisútvarpsins hafa auglýst þessa stöðu grimmt. Tvennt er sérstaklega umhugsunarefni við þá auglýsingaherferð. Annars vegar að hverjum hún beinist og hins vegar hvað er verið að auglýsa? Vissulega er upplýsandi fyrir áhorfendur að vita hvaða þættir njóta vinsælda. Upplýsingagildið fyrir áhorfendur er þó algjör hliðaráhrif auglýsinga Ríkisútvarpsins. Auglýsingaherferðin er fyrst og síðast birtingarmynd þeirrar hörðu samkeppni sem ríkisstofnunin stendur í við einkarekna fjölmiðla um fjármagn auglýsenda. Engin ástæða er til að efast um annað, enda er yfirlýstur megintilgangur mælinga Capacent að kortleggja notkun ljósvakamiðla svo auglýsendur geti náð sem mestri nýtingu á þeim peningum sem þeir verja til markaðsstarfa. Hitt er að skoða hvað það er sem stjórnendur ríkisstofnunarinnar vilja halda svona hátt á lofti með auglýsingaherferð sinni. Er það hversu vel þeim hefur tekist að sinna því menningarhlutverki sem þeim er treyst fyrir? Er verið að auglýsa metnaðarfulla innlenda þætti, þar sem af dirfsku er tekin listræn áhætta; eitthvað sem hefði ella ekki ratað á skjái landsmanna? Því miður er svarið nei. Mikið auglýstir vinsælir dagskrárliðir Ríkissjónvarpsins sýna að stofnunin hefur komið sér kirfilega fyrir í miðjum meginstraumnum þar sem kappsmálið er að fá sem mest áhorf og höfða þannig til þeirra sem vilja kaupa auglýsingar í sjónvarpi. Það þarf ekki sérstaka þekkingu á fjölmiðlamarkaði til að átta sig á að umfang Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði kemur langverst við Skjá einn, einu sjónvarpsstöð landsins sem eingöngu lifir af auglýsingatekjum. Stöð 2 er síður háð auglýsingum og getur unað ágætlega við sinn hlut í skjóli þeirra rúmlega 45 þúsund heimila sem eru í áskrift. Hér hefur margsinnis áður verið bent á að staða Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði er samkeppnishindrun. Algeng viðbrögð úr Efstaleitinu og víðar eru að þær ábendingar séu sprottnar af hagsmunagæslu fyrir eigendur þess fjölmiðlafyrirtækis sem Fréttablaðið er hluti af. Hið rétta er að þeim sem starfa á einkareknum fjölmiðlum, og er örugglega óhætt að mæla fyrir hönd okkar allra, svíður samkeppnin við ríkisstofnunina um rekstrarfé. Allir fjölmiðlar, hvort sem þarf að greiða fyrir aðgang að þeim eða ekki, byggja afkomu sína að stórum hluta á auglýsingatekjum. Og auðvitað ráða tekjurnar því hversu umfangsmikil og metnaðarfull frétta- og efnisframleiðslan getur verið. Auglýsingafé er takmörkuð auðlind og fjölmargir eru um hituna, dagblöð, tímarit, ljósvaka- og netmiðlar. Það er kristalstært að umfang Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði takmarkar möguleika sumra fjölmiðla til að vaxa og dafna og vegur hreinlega að tilveru annarra. Þessi pistill er skrifaður með hag fjölbreytts fjölmiðlamarkaðar í huga, fyrir Fréttablaðið, 24 stundir, Viðskiptablaðið, visi.is, Skjá einn, eyjuna.is, Stöð 2 og alla aðra einkarekna fjölmiðla.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun