Formúla 1

Hamilton og Kovalainen hjá McLaren bíða spenntir

Bretinn Lewis Hamilton vakti óskipta athygli á síðasta ári, sem nýliði í Formúlu 1 og tapaði af titilinum á lokasprettinum. Hann stefnir á titilinn í ár og félagi hans Heikki Kovalainen ætlar sér í toppslaginn frá fyrsta móti.

,,Ég er enn áræðnari í ár, en í byrjun árs í fyrra. Ég var yfirspenntur í fyrra og stökk á bólakaf í Formúluna, en nú hef ég ársreynslu, sem mun hjálpa mér. Ég veit við hverju er að búast og hvernig ég á að hegða mér", sagði Hamilton í gang mála þessa dagana.

,,Ég er jákvæður á komandi tímabil og tel að við höfum tekið stórstígum framförum hvað bílinn varðar", bætti Hamilton við og Kovalainen er brattur líka.

,,Ég mæti vel undirbúinn og vonast til að byrja betur en í fyrra. Ég á margt eftir ólært með McLaren, en ég tel að ég hafi góðan grunn engu að síður. Mikilvægast er að halda haus í öllu fjölmiðlafárinu sem fylgir því að aka hjá McLaren", sagði Kovalainen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×