Sport

Örn og Jakob ekki í undanúrslit

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Örn Arnarson sundkappi.
Örn Arnarson sundkappi.

Örn Arnarson og Jakob Jóhann Sveinsson hófu í morgun keppni í EM í Eindhoven en komst ekki í undanúrslit.

Örn keppti bæði í 100 metra baksundi og 50 metra flugsundi en Jakob Jóhann í 100 metra bringusundi. 

Örn varð í 20. sæti í baksundinu og komst þar með ekki í undanúrslit. Hann synti á 56,14 sekúndum sem er tæpri einni og hálfri sekúndu frá sjö ára gömlu Íslandsmeti hans.

Grikkinn Aristeidis Grigoriadis synti best í morgun, á 54,81 sekúndu en Íslandsmet Arnar er 54,75 sekúndur.

Stuttu síðar keppti hann í 50 metra flugsundi en þar sem hann varð í 24. sæti á 27,78 sekúndum en Íslandsmet hans er 24,02 sekúndur.

Jakob Jóhann varð í 30. sæti í bringusundinu er hann synti á 1:02,86 sekúndum sem er rúmri hálfri sekúndu frá Íslandsmeti hans í greininni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×