Keppt í hitasvækju í Malasíu um páskana 20. mars 2008 19:19 Þota var skírð í höfuðið á Sir Frank Williams í dag, en Nico Rosberg svipti hulunni af flugvélinni sem Air Asia notar. mynd: kappakstur.is Formúlu 1 mót verður í Malasíu um helgina og búist er við 40 stiga hita og miklum raka. Þetta mun reyna mikið á þolgæði bíla og ökumanna sem kepptu í Ástralíu um síðustu helgi. McLaren náði góðu forskoti í stigakeppni bílasmiða, en Lewis Hamilton á McLaren vann mótið í Ástralíu, en Nick Heidfeld á BMW varð annar og Nico Rosberg þriðji. Farþegaflugvél var einmitt máluð í litum sem Rosberg notar á hjálm sinn á dögunum og skírð í höfuðið á Sir Frank Williams. Ferrari lenti í miklum vanda í Ástralíu og þurfti að senda keppnisvélar sínar til athugunar til Ítalíu. Í ljós kom að vélarnar höfðu skemmst og fær Ferrari liðið nýjar vélar í Malasíu, en refsilaust þar sem bílarnir biluðu í Melbourne. Að öllu jöfnu tapa ökumenn 10 sætum á ráslínu, ef vél bilar um mótshelgi. Að sama skapi verða gírkassar að endast fjögur mót, en gera má lítilsháttar breytinar á gírkassa á milli móta. Ef skipta þarf um gírkassa milli móta, þá tapa ökumenn fimm sætum á ráslínu. Bein útsending verður frá öllum æfingum, tímatöku og keppni í Malasíu á Stöð 2 Sport. Þær eru meira og minna að næturlagi, og hefjast á aðfaranótt föstudags en endursýningar eru að degi til. Vert er að geta þess að aðeins bein útsending frá tímatöku og kappakstri er í opinni dagskrá. Allir þættir um Formúlu 1 og endursýningar frá tímatöku og kappakstri eru í lokaðri dagskrá á Stöð 2 Sport. Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Formúlu 1 mót verður í Malasíu um helgina og búist er við 40 stiga hita og miklum raka. Þetta mun reyna mikið á þolgæði bíla og ökumanna sem kepptu í Ástralíu um síðustu helgi. McLaren náði góðu forskoti í stigakeppni bílasmiða, en Lewis Hamilton á McLaren vann mótið í Ástralíu, en Nick Heidfeld á BMW varð annar og Nico Rosberg þriðji. Farþegaflugvél var einmitt máluð í litum sem Rosberg notar á hjálm sinn á dögunum og skírð í höfuðið á Sir Frank Williams. Ferrari lenti í miklum vanda í Ástralíu og þurfti að senda keppnisvélar sínar til athugunar til Ítalíu. Í ljós kom að vélarnar höfðu skemmst og fær Ferrari liðið nýjar vélar í Malasíu, en refsilaust þar sem bílarnir biluðu í Melbourne. Að öllu jöfnu tapa ökumenn 10 sætum á ráslínu, ef vél bilar um mótshelgi. Að sama skapi verða gírkassar að endast fjögur mót, en gera má lítilsháttar breytinar á gírkassa á milli móta. Ef skipta þarf um gírkassa milli móta, þá tapa ökumenn fimm sætum á ráslínu. Bein útsending verður frá öllum æfingum, tímatöku og keppni í Malasíu á Stöð 2 Sport. Þær eru meira og minna að næturlagi, og hefjast á aðfaranótt föstudags en endursýningar eru að degi til. Vert er að geta þess að aðeins bein útsending frá tímatöku og kappakstri er í opinni dagskrá. Allir þættir um Formúlu 1 og endursýningar frá tímatöku og kappakstri eru í lokaðri dagskrá á Stöð 2 Sport.
Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira