Handbolti

Eins marks tap fyrir Kína

Elvar Geir Magnússon skrifar
Kvennalandsliðið tapaði fyrir Kína.
Kvennalandsliðið tapaði fyrir Kína.

Íslenska kvennalandsliðið tapaði í dag fyrir Kína 20-21 í æfingarmóti sem fram fer í Portúgal. Staðan í hálfleik var 9-15 fyrir Kína.

Íslenska liðið byrjaði ágætlega í fyrri hálfleik og eftir 20 mínútur var staðan 9-8 fyrir Kína. Þá hrundi leikur liðsins og Kínverjar gengu á lagið og náði öruggu forskoti í hálfleik.

Íslenska liðið kom vel stemt til seinni hálfleiks og þegar 5 mínútur voru eftir að leiknum var Ísland komið yfir 20-18. Þá klikkaði liðið á nokkrum dauðafærum og Kínverjar náði tryggja sér eins marks sigur.

Mörk Íslands skoruðu: Þórey Rósa Stefánsdóttir 5, Stella Sigurðardóttir 5, Rakel Dögg Bragadóttir 3, Rut Jónsdóttir 2, Dagný Skúladóttir 2, Sólveig Lára Kjærnested 1, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 1 og Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1.

Í markinu varði Berglind Íris Hansdóttir 19 bolta.

Á morgun er hvíldardagur hjá liðinu.

Af vefsíðu HSÍ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×