Sport

SA Íslandsmeistari en SR getur áfrýjað

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images

Úrslitakeppnin á Íslandsmóti karla í íshokkí er í uppnámi eftir að SA var dæmdur sigur gegn SR í fyrstu viðureign liðanna í úrslitaeinvíginu.

SR vann leikinn, 9-6, á Akureyri en dómstóll ÍSÍ úrskurðaði að Emil Aalingaard hafi ekki haft leikheimild til að spila með SR í leiknum. Var því SA dæmdur 10-0 sigur.

SA vann næsta leik, 4-0, en SR svaraði með 6-1 sigri í Reykjavík í þriðju viðureigninni. SA vann svo fjórðu viðureignina, 9-5, og þar með þriðja leikinn sinn sem dugir til að tryggja félaginu Íslandsmeistarartitilinn.

Fimmti leikurinn átti að fara fram í kvöld en stjórn Íshokkísambands Íslands fundaði í morgun og ákvað að fresta leiknum um óákveðinn tíma.

Áfrýjunarfrestur SR rennur út á laugardaginn næstkomandi en forráðamenn félagsins hafa ekki enn ákveðið hvort þeir muni nýta þann rétt sinn.

Sem stendur er SA því Íslandsmeistari en málinu lýkur ekki endanlega fyrr en á laugardaginn í fyrsta lagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×