Sport

KR batt enda á þrettán ára sigurgöngu Víkings

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ingólfur Sveinn Ingólfsson er í sigursveit KR.
Ingólfur Sveinn Ingólfsson er í sigursveit KR. Mynd/Daníel

A-lið KR varð í gærkvöld Íslandsmeistari í borðtennis í karlaflokki eftir sigur á A-liði Víkings í hreinum úrslitaleik. Þar með var þrettán ára sigurganga Víkings rofin en KR varð síðast Íslandsmeistari árið 1994.

Liðin voru jöfn að stigum í deildakeppninni fyrir lokaumferðina þar sem þau gerðu 5-5 jafntefli í fyrri viðureign þeirra. KR dugði hins vegar jafntefli vegna hagstæðra úrslita úr öðrum viðureignum.

Víkingur komst í 3-0 forystu í viðureigninni en KR vann á endanum 6-3 sigur.

Í sigurliði KR eru þeir Einar Geirsson, Ingólfur Ingólfsson, Jacob Jörgensen, Kjartan Briem en þjálfari er Kristján Viðar Haraldsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×