Viðskipti innlent

Gengi krónunnar styrkist

Gengi krónunnar hefur styrkst um rúm 2,2 prósent frá byrjun dags og stendur gengisvísitalan í rúmum 145 stigum. Til samanburðar fór vísitalan hæst í rúm 158 stig í enda mars. Þetta jafngildir því að gengi krónunnar hefur styrkst um níu prósent á hálfum mánuði.

Bandaríkjadalur stendur í 71,9 krónum, breska pundið í 143 krónum og evran í 113 krónum. Hæst fór evran í 123 krónur fyrir um hálfum mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×