Hlynur: Verðum að halda aftur af skyttunum 7. apríl 2008 14:26 Hlynur Bæringsson Hlynur Bæringsson og félagar hjá Snæfelli spila fyrsta leik sinn við Grindvíkinga í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar klukkan 20 í kvöld. Bein útsending frá leiknum hefst klukkan 19:50 á Stöð 2 Sport. Hlynur segir einvígi Grindavíkur og Snæfells verða rimmu tveggja liða með ólíkan leikstíl og segir sína menn ætla að leggja upp með að vanda skotaval sitt gegn skotglöðum Grindvíkingunum. "Þetta verður barátta mismunandi stíla. Ef við náum að koma í veg fyrir að þeir fái mikið af opnum skotum, held ég að við vinnum þessa seríu. Ég held að lið sem spilar upp á það að taka mikið af þristum, skjóta á annari löppinni og taka langskot í hraðaupphlaupum sé ekki sigurstranglegt í seríu. Grindavík er hinsvegar með nokkra mjög góða skotmenn eins og Þorleif, Pál Axel og Helga Jónas og ef þeir fá opin skot, eru þeir mjög erfiðir. Við getum alveg lifað með því ef þeir fá bara erfið skot," sagði Hlynur. Við spurðum Hlyn út í hernaðaráætlun Snæfellinga fyrir einvígið við Grindavík. "Grindavík er dálítið sérstakt lið hvað það varðar að þeir eru með mjög fljóta bakverði en frekar hæga stóra menn. Við viljum reyna eins og við getum að taka góð skot og við munum ekki alltaf endilega taka skot snemma í sóknum okkar. Við reynum að taka góð skot ef þau bjóðast, en annars munum við reyna að stilla upp í kerfi. Það þýðir ekkert að fá þessa karla í hraðaupphlaup í bakið á okkur, en það þýðir samt ekki að við munum labba upp með boltann í hverri sókn. Við tökum bara það sem býðst." En hversu mikilvægt er fyrir Hólmara að vinna fyrsta leikinn í Grindavík í kvöld? "Það er að sjálfssögðu mjög mikilvægt að vinna fyrsta leikinn og við getum auðvitað slegið vopnin dálítið úr höndunum á þeim með því að vinna í kvöld. Við leggjum þetta þannig upp að við fáum þrjú tækifæri til að vinna þarna í Grindavík en við verðum líka að passa okkur á því að verja heimavöllinn. Það er auðvitað mjög mikilvægt að verja heimavöllinn, sérstaklega ef þú ert lið eins og við sem er ekki með oddaleikinn," sagði Hlynur. Hann líkir úrslitakeppninni í ár við ævintýri og er mjög hrifinn af framgöngu ÍR-inga til þessa. "Þessi úrslitakeppni í ár er búin að vera algjört bíó. Það er búið að pumpa þetta upp á alveg nýtt stig. Það er gaman að sjá hvað ÍR er að gera og ég man að ég var mjög hrifinn af þessu liði þegar við spiluðum við þá síðast. Ég held að ÍR-ingar séu til alls líklegir núna - öfugt við hérna fyrir nokkrum árum þegar mér fannst þeir verða dálítið hræddir. Ég held að það sé ekki uppi á teningnum núna og þegar þeir eru með mann eins og Nate Brown til að stýra leiknum, gætu þeir þess vegna slegið Keflvíkinga út. Þetta lið hefði ekki tapað á móti mörgum liðum eins og þeir spiluðu í þriðja leiknum á móti KR. Þetta lið á skilið hrós." Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira
Hlynur Bæringsson og félagar hjá Snæfelli spila fyrsta leik sinn við Grindvíkinga í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar klukkan 20 í kvöld. Bein útsending frá leiknum hefst klukkan 19:50 á Stöð 2 Sport. Hlynur segir einvígi Grindavíkur og Snæfells verða rimmu tveggja liða með ólíkan leikstíl og segir sína menn ætla að leggja upp með að vanda skotaval sitt gegn skotglöðum Grindvíkingunum. "Þetta verður barátta mismunandi stíla. Ef við náum að koma í veg fyrir að þeir fái mikið af opnum skotum, held ég að við vinnum þessa seríu. Ég held að lið sem spilar upp á það að taka mikið af þristum, skjóta á annari löppinni og taka langskot í hraðaupphlaupum sé ekki sigurstranglegt í seríu. Grindavík er hinsvegar með nokkra mjög góða skotmenn eins og Þorleif, Pál Axel og Helga Jónas og ef þeir fá opin skot, eru þeir mjög erfiðir. Við getum alveg lifað með því ef þeir fá bara erfið skot," sagði Hlynur. Við spurðum Hlyn út í hernaðaráætlun Snæfellinga fyrir einvígið við Grindavík. "Grindavík er dálítið sérstakt lið hvað það varðar að þeir eru með mjög fljóta bakverði en frekar hæga stóra menn. Við viljum reyna eins og við getum að taka góð skot og við munum ekki alltaf endilega taka skot snemma í sóknum okkar. Við reynum að taka góð skot ef þau bjóðast, en annars munum við reyna að stilla upp í kerfi. Það þýðir ekkert að fá þessa karla í hraðaupphlaup í bakið á okkur, en það þýðir samt ekki að við munum labba upp með boltann í hverri sókn. Við tökum bara það sem býðst." En hversu mikilvægt er fyrir Hólmara að vinna fyrsta leikinn í Grindavík í kvöld? "Það er að sjálfssögðu mjög mikilvægt að vinna fyrsta leikinn og við getum auðvitað slegið vopnin dálítið úr höndunum á þeim með því að vinna í kvöld. Við leggjum þetta þannig upp að við fáum þrjú tækifæri til að vinna þarna í Grindavík en við verðum líka að passa okkur á því að verja heimavöllinn. Það er auðvitað mjög mikilvægt að verja heimavöllinn, sérstaklega ef þú ert lið eins og við sem er ekki með oddaleikinn," sagði Hlynur. Hann líkir úrslitakeppninni í ár við ævintýri og er mjög hrifinn af framgöngu ÍR-inga til þessa. "Þessi úrslitakeppni í ár er búin að vera algjört bíó. Það er búið að pumpa þetta upp á alveg nýtt stig. Það er gaman að sjá hvað ÍR er að gera og ég man að ég var mjög hrifinn af þessu liði þegar við spiluðum við þá síðast. Ég held að ÍR-ingar séu til alls líklegir núna - öfugt við hérna fyrir nokkrum árum þegar mér fannst þeir verða dálítið hræddir. Ég held að það sé ekki uppi á teningnum núna og þegar þeir eru með mann eins og Nate Brown til að stýra leiknum, gætu þeir þess vegna slegið Keflvíkinga út. Þetta lið hefði ekki tapað á móti mörgum liðum eins og þeir spiluðu í þriðja leiknum á móti KR. Þetta lið á skilið hrós."
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira