Körfubolti

Snæfell vann í spennuleik

Elvar Geir Magnússon skrifar
Snæfell vann í stórskemmtilegum leik.
Snæfell vann í stórskemmtilegum leik.

Það var boðið upp á mikla skemmtun í Grindavík í kvöld þar sem heimamenn tóku á móti Snæfelli. Þetta var fyrsta viðureign þessara liða í undanúrslitum Íslandsmótsins en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í úrslit.

Leikurinn var hnífjafn og æsispennandi frá byrjun en Snæfellingar höfðu þriggja stiga forystu í hálfleik. Staðan var jöfn 92-92 þegar mínúta var eftir af leiknum og heimamenn í sókn.

Jamaal Williams setti þá niður tvö vítaskot en Justin Shouse svaraði með því að skora þrist fyrir Snæfell. Snæfellingar unnu síðan boltann en Grindvíkingar brutu. Magni Hafsteinsson setti bæði vítaskotin niður og staðan 94-97 þegar þrjár sekúndur voru eftir.

Páll Axel Vilbergsson tók þriggja stiga skot og reyndi að tryggja Grindavík framlengingu en skotið fór ekki ofaní. Snæfellingar eru því komnir í ökumannssætið með þessum þriggja stiga sigri. Grindvíkingar virtust vera komnir með leikinn í sínar hendur en Snæfellingar unnu leikinn með mögnuðum lokaspretti.

Jamaal Williams skoraði 32 stig fyrir Grindavík, Adam Darboe var með 22 og Páll Axel 15 stig. Hjá Snæfelli var Justin Shouse stigahæstur með 17 stig, Slobodan Subasic 16 og Sigurður Þorvaldsson 15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×