Viðskipti erlent

Ebay græðir á veikum dal

Bandaríski uppboðsvefurinn Ebay skilaði hagnaði upp 459,7 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 34 milljarða íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Hagnaðurinn saman tíma í fyrra nam 377,1 milljón dala. Þetta jafngildir 22 prósenta aukningu á milli ára.

Tekjur námu 2,19 milljörðum dala á tímabilinu, sem er 24 prósenta aukning á milli ára.

Umfangsmestur hluti af tekjum ebay er utan Bandaríkjanna og hefur fyrirtækið því hagnast vel á veikingu bandaríkjadals upp á síðkastið.

Stjórnendur uppboðsvefjanrins telja útlitið gott og reikna með að heildartekjurnar á árinu geti orðið um 8,7 til níu milljarðar dala, að sögn breska ríkisútvarpsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×