Viðskipti innlent

Marel hækkaði mest í byrjun dags

Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems.
Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems. Mynd/E.Ól
Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hækkaði um 0,85 prósent í byrjun dags í Kauphöllinni og er það mesta hækkunin nú. Bréf Icelandair Group fóru upp um 2,11 prósent í upphafi dags en gáfu fljótlega eftir. Á sama tíma hefur gengi bréfa í Eimskipafélaginu lækkað um 1,64 prósent og í Össuri um 0,35 prósent. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,63 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins og stendur vísitalan í 661 stigi. Átta viðskipti áttu sér stað á fyrstu mínútum viðskiptadagsins upp á tæpar 6,2 milljónir króna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×