Eimskipafélagið siglir lengst í Kauphöllinni
Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu hækkaði um 2,44 prósent í Kauphöllinni í dag og í Marel um eitt prósent. Þetta eru einu hækkanir dagsins fram til þessa. Á sama tíma féll gengi bréfa í Atorku Group um 4,48 prósent og í Færeyjabanka um eitt prósent. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,33 prósent og stendur vísitalan í 675 stigum. Sextán viðskipti hafa átt sér stað í dag fyrir tæpar þrjár milljónir króna.