Íslenski boltinn

Laugardalsvöllurinn aftur grænn - nokkurn veginn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Svona leit Laugardalsvöllur út klukkan 19 í kvöld.
Svona leit Laugardalsvöllur út klukkan 19 í kvöld. Mynd/E. Stefán

Nú undir kvöld var búið að moka mestum snjó af Laugardalsvellinum þar sem bikarúrslitaleikur KR og Fjölnis fer fram á morgun.

Hafist var handa fljótlega eftir hádegi í dag við að moka snjó af vellinum en þegar að Vísir leit við um sjöleytið í kvöld voru þeir þrír síðustu að ryðja burt síðustu skaflana.

Þegar mest var voru um 25 manns að moka snjóinn burt með handafli. Alls var um sex sentimetra þykkt snjólag á vellinum.

Spáð er fínu veðri fyrir morgudaginn - sólskini og hægviðri. Svo á mánudaginn á að byrja að rigna á nýjan leik. Leikurinn hefst klukkan 14.00.




Tengdar fréttir

Góðar horfur fyrir úrslitaleikinn

“Það eru yfirgnæfandi líkur á að snjó taki upp á Laugardalsvellinum á morgun,” segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur á Stöð 2 þegar Vísir spurði hann út í horfurnar fyrir bikarúrslitaleik KR og Fjölnis á morgun.

Snjómokstur stendur fram á kvöld

Um 25 manns streða nú við að moka snjó af Laugardalsvelli til að gera hann kláran fyrir úrslitaleikinn í Visabikarnum milli KR og Fjölnis klukkan 14 á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×