Ósýnilega lífstykkið Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 14. maí 2008 06:00 Mikið getum við konur þakkað fyrir að vera uppi nú en ekki fyrir til dæmis sextíu árum. Burtséð frá því að þá var eigi ætlast til annars af okkur en að sveipa heimilið hreingerningarilmi og okkur sjálfar dulúð, þá var hvorki búið að finna upp hárblásarann né sléttujárnið. Dagur án þessara þarfaþinga er ónýtur sem kunnugt er nema við séum löglega afsakaðar a) í útilegu á Hornströndum eða b) á spítala. Lífseig skuplutískan langt fram eftir síðustu öld var engin tilviljun. Innan í hverri kverkbundinni slæðu var úfinn hausinn á sáróánægðri konu sem fann að eitthvað vantaði í tilveruna en vissi ekki hvað. Skuplukonan upplifði ekki frelsið sem við hér og nú njótum. Með blásið og sléttað hárið getum við klætt okkur á hvern þann hátt sem okkur sýnist því ekkert er bannað. Nema það sem er alveg glatað auðvitað. Sú tíð er liðin að konur láti tískuna reyra sig í þvingandi lífstykki, slíkt þarf engin kona sem kann að reikna út BMI. Það eina sem þarf er að vigta sig vikulega, telja hitaeiningar, æfa massíft og voilá! Hið ósýnilega lífstykki heldur okkur í fínu formi án andarteppu. Tæknin er líka sannarlega á okkar bandi. Þær sem ekki eru svo heppnar að vera mjög grannholda með mjög stór brjóst og tútnar varir, geta slegið upp í símaskránni fjölda lækna sem glaðir leiðrétta mistökin. Varla er hægt að hugsa sér betri fjárfestingu en í sjálfstrausti, hugum að því. Þetta er samt vissulega dálítil ákvörðun og sumar óar kannski við svæfingunni, aðgerðinni eða sársaukanum. En á frelsistímum er til lausn á öllu og nú er til dæmis komið á markaðinn alveg frábært gloss sem gerir varirnar útblásnar og rosalega kynþokkafullar. Og reyndar hliðstæður áburður fyrir brjóstin. Kannski er þetta úr sömu línu og undrakremið sem konur hreinlega verða að eiga til að upplifa almennilega fullnægingu sem gerir gamaldags útgáfuna hlægilega snautlega. Burtséð frá tíma og rúmi má vel sjá samsvörun í skuplukonunni og þessum slæðuklæddu múslímakonum. Það er alveg magnað hvernig þær láta hið félagslega taumhald kúga sig langt niður fyrir velsæmismörk. Hvernig geta þær látið þvinga sig í þetta slæðudót og sumar jafnvel búrku! Skil ekki af hverju þær gera ekki uppreisn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun
Mikið getum við konur þakkað fyrir að vera uppi nú en ekki fyrir til dæmis sextíu árum. Burtséð frá því að þá var eigi ætlast til annars af okkur en að sveipa heimilið hreingerningarilmi og okkur sjálfar dulúð, þá var hvorki búið að finna upp hárblásarann né sléttujárnið. Dagur án þessara þarfaþinga er ónýtur sem kunnugt er nema við séum löglega afsakaðar a) í útilegu á Hornströndum eða b) á spítala. Lífseig skuplutískan langt fram eftir síðustu öld var engin tilviljun. Innan í hverri kverkbundinni slæðu var úfinn hausinn á sáróánægðri konu sem fann að eitthvað vantaði í tilveruna en vissi ekki hvað. Skuplukonan upplifði ekki frelsið sem við hér og nú njótum. Með blásið og sléttað hárið getum við klætt okkur á hvern þann hátt sem okkur sýnist því ekkert er bannað. Nema það sem er alveg glatað auðvitað. Sú tíð er liðin að konur láti tískuna reyra sig í þvingandi lífstykki, slíkt þarf engin kona sem kann að reikna út BMI. Það eina sem þarf er að vigta sig vikulega, telja hitaeiningar, æfa massíft og voilá! Hið ósýnilega lífstykki heldur okkur í fínu formi án andarteppu. Tæknin er líka sannarlega á okkar bandi. Þær sem ekki eru svo heppnar að vera mjög grannholda með mjög stór brjóst og tútnar varir, geta slegið upp í símaskránni fjölda lækna sem glaðir leiðrétta mistökin. Varla er hægt að hugsa sér betri fjárfestingu en í sjálfstrausti, hugum að því. Þetta er samt vissulega dálítil ákvörðun og sumar óar kannski við svæfingunni, aðgerðinni eða sársaukanum. En á frelsistímum er til lausn á öllu og nú er til dæmis komið á markaðinn alveg frábært gloss sem gerir varirnar útblásnar og rosalega kynþokkafullar. Og reyndar hliðstæður áburður fyrir brjóstin. Kannski er þetta úr sömu línu og undrakremið sem konur hreinlega verða að eiga til að upplifa almennilega fullnægingu sem gerir gamaldags útgáfuna hlægilega snautlega. Burtséð frá tíma og rúmi má vel sjá samsvörun í skuplukonunni og þessum slæðuklæddu múslímakonum. Það er alveg magnað hvernig þær láta hið félagslega taumhald kúga sig langt niður fyrir velsæmismörk. Hvernig geta þær látið þvinga sig í þetta slæðudót og sumar jafnvel búrku! Skil ekki af hverju þær gera ekki uppreisn.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun