Viðskipti innlent

Krónan styrkist í upphafi dags

Gengi íslensku krónunnar hefur styrkst um 0,23 prósent frá því viðskipti hófust á gjaldeyrismarkaði í dag og stendur gengisvísitalan í rúmum 158 stigum. Gengið styrktist um 0,44 prósent í gær.

Þessu samkvæmt kostar einn bandaríkjadalur nú 79,4 krónur, breskt pund 154,1 krónu og evra rúmar 122,4 krónur.

Greiningardeild Kaupþings sagði í gær hættu á frekari veikingu krónunnar vegna skerts vaxtamunar og mikils viðskiptahalla. Hún telur að gengisvísitalan muni ná hámarki á öðrum ársfjórðungi og styrkjast þegar á árið líður. Hún verði í kringum 142 stig í lok árs. Búast megi við að raungengi krónunnar verði lágt árið á enda í samanburði við sögulegt meðalraungengi, meðal annars vegna slakra fjármögnunarskilyrða og töluvert verri vaxtahorfa.

Þróunin gæti færst til betra horfs á næsta ári og þá muni krónan styrkjast og fara í kringum 137 stig sem samrýmist bæði jafnvægi í vöruskiptum við útlönd og sögulegu meðalraungengi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×