Viðskipti innlent

Össur og Bakkavör ein á uppleið

Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar.
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa í stoðtækjaframleiðandanum Össuri hefur hækkað um 1,1 prósent í upphafi viðskiptadagsins í dag. Það er mesta hækkun dagsins. Á eftir Össuri fylgir Bakkavör, en gengi bréfa þess hefur hækkað um tæp 0,4 prósent. Önnur félög hafa ekki hækkað í verði.

Á sama tíma hefur gengi Existu lækkað um 1,45 prósent og Century Aluminum lækkað um 1,22 prósent. Þá hefur gengi Straums lækkað um tæpt prósent, Marel um 0,7 prósent, Alfesca um 0,45 prósent, Landsbankinn hefur lækkað um 0,42 prósent, Glitnir um 0,4 prósent og Kaupþing um 0,14 prósent.

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,33 prósent og stendur vísitalan í 4.194 stigum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×