Steinn í skó Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 9. desember 2008 16:59 Ég stóð mig að því að slökkva á sjónvarpinu um daginn þegar einhver ráðalaus ráðamaðurinn sat fyrir svörum. Ég var orðin hundleið á kreppunni. Allir umræðuþættir í sjónvarpinu snúast um kreppuna núorðið og hvert samtal við vini og kunningja snýst um kreppu. Kreppan er orðin óumflýjanlegur fylgifiskur hversdagsins, eins og steinn í skónum mínum sem minnir stöðugt á sig. Mér finnst það merki um að kreppan er orðin hversdagslegur fylgifiskur þegar skemmtikrafturinn á jólatrésskemmtuninni fyrir börn sem ég fór á um daginn fór að segja kreppubrandara. Eitthvað um að það yrðu vonandi einhverjar gjafir undir trénu, næstu jól! Ha ha ha! Fyrir utan hvað það er hallærislegt þegar sagðir eru brandarar á barnaskemmtunum eingöngu ætlaðir fullorðna fólkinu, þá fannst mér þetta ekki eiga við. Enda stökk börnunum ekki bros. Ekki það að ég sé endilega á því að það eigi að halda krökkum fyrir utan raunveruleikann. Þau verða auðvitað fyrir barðinu á kreppunni eins og allir og þurfa að læra að ekki er hægt að kaupa ýmislegt eins og hægt var áður. En rétt á meðan þau dansa kringum jólatréð hljóta þau að mega vera í friði fyrir leiðindum hversdagsins. Jólin snúast heldur ekkert um hversu margir pakkar verða undir trénu. Hvort leikjatölvur eða fartölvur leynist inni í jólapappírnum eða hvort fasani verður á borðum eða lambasteik. Jólin ættu einmitt að vera kærkomið tækifæri, mitt í þessari leiðindakreppu, til að slaka á með fjölskyldunni. Hnoða snjókarla og drekka kakó og kasta snjóboltum í hvert annað, enda eru jólin sérstaklega hagstæð á dagatalinu þetta árið. Ég er samt ekki í neinni afneitun þótt mér leiðist krepputalið. Ég veit alveg að kreppan er að yfirtaka allt. Hún hefur áhrif á hvern mann og hefur kollvarpað lífi margra. En þegar ég var að labba heim úr vinnunni seint um kvöld fyrir skemmstu var hvítt yfir öllu. Veðrið var kyrrt og snjókornin féllu hægt til jarðar. Mér lá ekkert á. Ég dólaði mér heim og gerði munstur í snjóinn með tánum. Í gluggunum í götunni minni loguðu hvít og rauð jólaljós, seríur, stjörnur og hringir og ég sá fólk dunda sér við að skreyta heimili sín fyrir innan gluggana. Ég hlakkaði til jólanna og fann ekki fyrir steininum í skónum mínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun
Ég stóð mig að því að slökkva á sjónvarpinu um daginn þegar einhver ráðalaus ráðamaðurinn sat fyrir svörum. Ég var orðin hundleið á kreppunni. Allir umræðuþættir í sjónvarpinu snúast um kreppuna núorðið og hvert samtal við vini og kunningja snýst um kreppu. Kreppan er orðin óumflýjanlegur fylgifiskur hversdagsins, eins og steinn í skónum mínum sem minnir stöðugt á sig. Mér finnst það merki um að kreppan er orðin hversdagslegur fylgifiskur þegar skemmtikrafturinn á jólatrésskemmtuninni fyrir börn sem ég fór á um daginn fór að segja kreppubrandara. Eitthvað um að það yrðu vonandi einhverjar gjafir undir trénu, næstu jól! Ha ha ha! Fyrir utan hvað það er hallærislegt þegar sagðir eru brandarar á barnaskemmtunum eingöngu ætlaðir fullorðna fólkinu, þá fannst mér þetta ekki eiga við. Enda stökk börnunum ekki bros. Ekki það að ég sé endilega á því að það eigi að halda krökkum fyrir utan raunveruleikann. Þau verða auðvitað fyrir barðinu á kreppunni eins og allir og þurfa að læra að ekki er hægt að kaupa ýmislegt eins og hægt var áður. En rétt á meðan þau dansa kringum jólatréð hljóta þau að mega vera í friði fyrir leiðindum hversdagsins. Jólin snúast heldur ekkert um hversu margir pakkar verða undir trénu. Hvort leikjatölvur eða fartölvur leynist inni í jólapappírnum eða hvort fasani verður á borðum eða lambasteik. Jólin ættu einmitt að vera kærkomið tækifæri, mitt í þessari leiðindakreppu, til að slaka á með fjölskyldunni. Hnoða snjókarla og drekka kakó og kasta snjóboltum í hvert annað, enda eru jólin sérstaklega hagstæð á dagatalinu þetta árið. Ég er samt ekki í neinni afneitun þótt mér leiðist krepputalið. Ég veit alveg að kreppan er að yfirtaka allt. Hún hefur áhrif á hvern mann og hefur kollvarpað lífi margra. En þegar ég var að labba heim úr vinnunni seint um kvöld fyrir skemmstu var hvítt yfir öllu. Veðrið var kyrrt og snjókornin féllu hægt til jarðar. Mér lá ekkert á. Ég dólaði mér heim og gerði munstur í snjóinn með tánum. Í gluggunum í götunni minni loguðu hvít og rauð jólaljós, seríur, stjörnur og hringir og ég sá fólk dunda sér við að skreyta heimili sín fyrir innan gluggana. Ég hlakkaði til jólanna og fann ekki fyrir steininum í skónum mínum.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun