Vinningurinn Einar Már Jónsson skrifar 31. desember 2008 06:00 Fyrir nokkrum árum tóku ýmsir auglýsendur upp á undarlegum sið. Þeir sendu mönnum bréf sem hófst á orðinu „Bravo" með heimsstyrjaldarletri og enn stærra upphrópunarmerki á eftir, og síðan kom tilkynning um að viðkomandi hefði unnið mikinn happdrættisvinning, einhverja svimháa tölu. En það fylgdi með að menn þyrftu að bregðast snarlega við og senda svar til baka ef þeir vildu höndla happið. Allt var þetta vitanlega blekking, ef bréfið var lesið mjög vandlega, einkum og sér í lagi örsmáa letrið, kom í ljós að þetta voru einungis „undanúrslit" ef svo má segja, síðan átti nefnilega að draga úr þeim sem dregnir hefðu verið í þessum fyrsta drætti - og hefðu svarað; þetta var sem sé sýnd veiði og alls ekki gefin. Þessar upplýsingar voru stundum svo vel faldar að þær sáust ekki; ég lá einu sinni lengi yfir slíku bréfi sem mér var sent og gat ekki fundið annað en að ég hefði í raun og veru hreppt þennan mikla vinning. Þó var enginn vafi á að svo var ekki, öllum í húsinu hafði verið sent sama bréfið. Tilgangurinn með þessu virtist vera sá að fá lista yfir menn sem væru ginnkeyptir fyrir slíkum brellum og nota hann til að senda þeim alls kyns auglýsingar eða kannske selja listann öðrum auglýsendum. Í einu bréfi af þessu tagi, sem póstlagt hafði verið til mín á Spáni, var ég reyndar beðinn um að senda upplýsingar um mína bankareikninga svo hægt væri að leggja vinninginn inn á þá, og var þá ekki hægt að efast um það til hvers leikurinn væri gerður. Svo er að sjá að flestir hafi tekið þessu skrumi með jafnaðargeði og ekki látið blekkjast. En þó eru til sögur um fólk sem trúði því að það hefði í alvöru hlotið þennan glæsilega vinning og myndi brátt standa með báðar hendur fullar fjár. Einhverjir þeirra munu hafa viljað taka út forskot á sæluna, farið að lifa í flottheitum og steypt sér í skuldir með kaupum á rándýrum glæsivarning. Vöknuðu þeir svo við illan draum, þegar happdrættispeningarnir leystust upp í ekkert. Svo er að sjá, að ýmsir Íslendingar - og reyndar ekki einungis þeir - séu nú í svipaðri stöðu og þeir sem héldu að þessi vinningur hefði fallið þeim í skaut. Það eru menn sem trúðu á fagurgala frjálshyggjunnar, þeir sem ímynduðu sér að um leið og frjálshyggjupúkanum væri sleppt úr flöskunni yrðu allir steinríkir, og fóru að lifa eftir því. Það eru menn sem spenntu bogann sífellt hærra og fjármögnuðu það með lánum hérlendis, þangað til bólan sprakk allt í einu, líkt og hnattlíkanið í höndum Chaplins. Frjálshyggjan reyndist engu betri en upplognar tilkynningar um vinninga, og við þeim blasti ekki annað en að sökkva á bólakaf í endalaust skuldadíki. En það eru einnig menn sem bjuggu við lítil efni og vonuðust til að með þessu móti gætu þeir orðið vel bjargálna. Menn hlógu að grunnhyggni þeirra sem lögðu trúnað á einhverja bleðla, sem auðvelt var að sjá, þrátt fyrir allt, að voru ekki annað en ómerkilegt auglýsingaskrum. En að þeim sem létu blekkjast af frjálshyggjunni er ekki hlæjandi, því þeir voru leiksoppar sterkari afla en kenningaklambur einhverra hugmyndafræðinga gat nokkurn tíma orðið eitt og sér. Það var annað og meira sem þrýsti á. Reynslan hefur nú sýnt rækilega, að þegar hugmyndum frjálshyggjumanna er hrundið í framkvæmd og efnahags- og þjóðfélagslífið mótað eftir þeim, fer bilið milli ríkra og fátækra að aukast mjög mikið, annars vegar kemur upp fámenn stétt olígarka og ofurauðkýfinga, hins vegar fjölgar þeim mjög sem búa við örbirgð, og kjör millistéttarmanna versna, þeir fara smám saman að síga niður á við, í áttina til fátæktar. Þannig minnkar kaupmátturinn til muna. Þetta er að sjálfsögðu reseft upp á kreppu, því þegar kaupmátturinn rýrnar, dregst öll neysla saman, menn kaupa æ minna af því sem kapítalistar framleiða, flytja inn og falbjóða, og jafnframt er vaxandi hætta á að óánægja blossi upp meðal almennings. Ekki síst þegar hann sér veldi einhverra ólígarka á flestum sviðum, óhófsneyslu fáeinna manna og skynjar þannig þá hyldýpisgjá sem er að myndast í þjóðfélaginu. Til að bægja þessari kreppu burt, eða öllu heldur slá henni á frest, þekkir frjálshyggjan aðeins eina leið, „að flýja fram á við" eins og sagt er á frönsku, að fá menn til að taka í sífellu lán til að fjármagna stöðugt meiri neyslu í þeirri blekkingu að með þeirri auðlegð sem frjálshyggjan lofar verði hægt að endurgreina allar skuldir. Með þessu móti var einnig hægt að koma í veg fyrir að óánægja breiddist út. Það voru því ekki fáeinir frjálshyggjupostular sem boðuðu þessa stefnu, allt kerfið byggðist á henni, og því varð að beita öllum hugsanlegum þrýstingi á menn svo þeir féllu í þennan farveg, fá þá til að taka lán til að halda hringekjunni gangandi. Því var ekki að undrast þótt margir létu blekkjast af fagurgalanum, hvað áttu þeir annað að gera? Nánast allir sungu með í kórnum nema fáeinar hjáróma raddir sem enginn tók mark á. En flótti fram á við getur aldrei endað nema á einn veg. Fyrr eða síðar hrynur allt. Og hrunið verður því meira sem flóttinn hefur verið lengri. Eftir sitja menn í vondum málum, þeim er refsað fyrir glæp sem þeir áttu enga sök á. Þennan vanda þarf að leysa eins og hægt er, en ekki er síður brýnt að loka drísildjöful frjálshyggjunnar aftur inni í flöskunni. Það yrði stærsti vinningurinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Már Jónsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Fyrir nokkrum árum tóku ýmsir auglýsendur upp á undarlegum sið. Þeir sendu mönnum bréf sem hófst á orðinu „Bravo" með heimsstyrjaldarletri og enn stærra upphrópunarmerki á eftir, og síðan kom tilkynning um að viðkomandi hefði unnið mikinn happdrættisvinning, einhverja svimháa tölu. En það fylgdi með að menn þyrftu að bregðast snarlega við og senda svar til baka ef þeir vildu höndla happið. Allt var þetta vitanlega blekking, ef bréfið var lesið mjög vandlega, einkum og sér í lagi örsmáa letrið, kom í ljós að þetta voru einungis „undanúrslit" ef svo má segja, síðan átti nefnilega að draga úr þeim sem dregnir hefðu verið í þessum fyrsta drætti - og hefðu svarað; þetta var sem sé sýnd veiði og alls ekki gefin. Þessar upplýsingar voru stundum svo vel faldar að þær sáust ekki; ég lá einu sinni lengi yfir slíku bréfi sem mér var sent og gat ekki fundið annað en að ég hefði í raun og veru hreppt þennan mikla vinning. Þó var enginn vafi á að svo var ekki, öllum í húsinu hafði verið sent sama bréfið. Tilgangurinn með þessu virtist vera sá að fá lista yfir menn sem væru ginnkeyptir fyrir slíkum brellum og nota hann til að senda þeim alls kyns auglýsingar eða kannske selja listann öðrum auglýsendum. Í einu bréfi af þessu tagi, sem póstlagt hafði verið til mín á Spáni, var ég reyndar beðinn um að senda upplýsingar um mína bankareikninga svo hægt væri að leggja vinninginn inn á þá, og var þá ekki hægt að efast um það til hvers leikurinn væri gerður. Svo er að sjá að flestir hafi tekið þessu skrumi með jafnaðargeði og ekki látið blekkjast. En þó eru til sögur um fólk sem trúði því að það hefði í alvöru hlotið þennan glæsilega vinning og myndi brátt standa með báðar hendur fullar fjár. Einhverjir þeirra munu hafa viljað taka út forskot á sæluna, farið að lifa í flottheitum og steypt sér í skuldir með kaupum á rándýrum glæsivarning. Vöknuðu þeir svo við illan draum, þegar happdrættispeningarnir leystust upp í ekkert. Svo er að sjá, að ýmsir Íslendingar - og reyndar ekki einungis þeir - séu nú í svipaðri stöðu og þeir sem héldu að þessi vinningur hefði fallið þeim í skaut. Það eru menn sem trúðu á fagurgala frjálshyggjunnar, þeir sem ímynduðu sér að um leið og frjálshyggjupúkanum væri sleppt úr flöskunni yrðu allir steinríkir, og fóru að lifa eftir því. Það eru menn sem spenntu bogann sífellt hærra og fjármögnuðu það með lánum hérlendis, þangað til bólan sprakk allt í einu, líkt og hnattlíkanið í höndum Chaplins. Frjálshyggjan reyndist engu betri en upplognar tilkynningar um vinninga, og við þeim blasti ekki annað en að sökkva á bólakaf í endalaust skuldadíki. En það eru einnig menn sem bjuggu við lítil efni og vonuðust til að með þessu móti gætu þeir orðið vel bjargálna. Menn hlógu að grunnhyggni þeirra sem lögðu trúnað á einhverja bleðla, sem auðvelt var að sjá, þrátt fyrir allt, að voru ekki annað en ómerkilegt auglýsingaskrum. En að þeim sem létu blekkjast af frjálshyggjunni er ekki hlæjandi, því þeir voru leiksoppar sterkari afla en kenningaklambur einhverra hugmyndafræðinga gat nokkurn tíma orðið eitt og sér. Það var annað og meira sem þrýsti á. Reynslan hefur nú sýnt rækilega, að þegar hugmyndum frjálshyggjumanna er hrundið í framkvæmd og efnahags- og þjóðfélagslífið mótað eftir þeim, fer bilið milli ríkra og fátækra að aukast mjög mikið, annars vegar kemur upp fámenn stétt olígarka og ofurauðkýfinga, hins vegar fjölgar þeim mjög sem búa við örbirgð, og kjör millistéttarmanna versna, þeir fara smám saman að síga niður á við, í áttina til fátæktar. Þannig minnkar kaupmátturinn til muna. Þetta er að sjálfsögðu reseft upp á kreppu, því þegar kaupmátturinn rýrnar, dregst öll neysla saman, menn kaupa æ minna af því sem kapítalistar framleiða, flytja inn og falbjóða, og jafnframt er vaxandi hætta á að óánægja blossi upp meðal almennings. Ekki síst þegar hann sér veldi einhverra ólígarka á flestum sviðum, óhófsneyslu fáeinna manna og skynjar þannig þá hyldýpisgjá sem er að myndast í þjóðfélaginu. Til að bægja þessari kreppu burt, eða öllu heldur slá henni á frest, þekkir frjálshyggjan aðeins eina leið, „að flýja fram á við" eins og sagt er á frönsku, að fá menn til að taka í sífellu lán til að fjármagna stöðugt meiri neyslu í þeirri blekkingu að með þeirri auðlegð sem frjálshyggjan lofar verði hægt að endurgreina allar skuldir. Með þessu móti var einnig hægt að koma í veg fyrir að óánægja breiddist út. Það voru því ekki fáeinir frjálshyggjupostular sem boðuðu þessa stefnu, allt kerfið byggðist á henni, og því varð að beita öllum hugsanlegum þrýstingi á menn svo þeir féllu í þennan farveg, fá þá til að taka lán til að halda hringekjunni gangandi. Því var ekki að undrast þótt margir létu blekkjast af fagurgalanum, hvað áttu þeir annað að gera? Nánast allir sungu með í kórnum nema fáeinar hjáróma raddir sem enginn tók mark á. En flótti fram á við getur aldrei endað nema á einn veg. Fyrr eða síðar hrynur allt. Og hrunið verður því meira sem flóttinn hefur verið lengri. Eftir sitja menn í vondum málum, þeim er refsað fyrir glæp sem þeir áttu enga sök á. Þennan vanda þarf að leysa eins og hægt er, en ekki er síður brýnt að loka drísildjöful frjálshyggjunnar aftur inni í flöskunni. Það yrði stærsti vinningurinn.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun