Íslenska til alls Steinunn Stefánsdóttir skrifar 14. nóvember 2008 08:47 Dagur íslenskrar tungu er á sunnudaginn, 16. nóvember. Á Málræktarþingi þann dag verður Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur afhent ritið Íslenska til alls. Það hefur að geyma tillögur Íslenskrar málnefndar að íslenskri málstefnu en það er einmitt eitt af hlutverkum Íslenskrar málnefndar samkvæmt lögum að vinna að slíkum tillögum. Aðalmarkmið tillagna málnefndarinnar að íslenskri málstefnu er að íslenskan verði notuð á öllum sviðum íslensks samfélags. Í fljótu bragði kann þetta að virðast sjálfgefið en ef að er gáð kemur í ljós að svo er ekki. Vissulega stendur íslenskan að mörgu leyti vel. Nefna má blómlega bókaútgáfu og bloggið sem hefur orðið til þess að fjöldi fólks tjáir sig nú skriflega daglega eða oft á dag. Á öðrum sviðum er ljóst að íslenskan á undir högg að sækja. Nefna má að dregið hefur úr íslenskukennslu á öllum skólastigum, þar með talið hjá kennaranemum, og er móðurmálskennsla í íslenskum grunnskólum nú talsvert minni en í grunnskólum á öðrum Norðurlöndum. Einnig má nefna að enskan skipar vaxandi sess í háskólasamfélaginu. Til dæmis færist í vöxt að kennt sé á ensku í íslenskum háskólum, enda þótt kennarinn og yfirgnæfandi meirihluti nemenda hafi íslensku að móðurmáli. Undanfarin ár hafa meira að segja flestar doktorsritgerðir við íslenska háskóla verið á ensku. Sú spurning hlýtur að vakna hvort að því muni koma að íslenska verði beinlínis ónothæf í háskólum á Íslandi. Stærð málsamfélags skiptir ekki sköpum um framtíðarhorfur tungumáls heldur ráðast þær fremur af stöðu þess innan málsamfélagsins. Staða íslenskrar tungu verður þannig best tryggð ef hún er notuð sem allra víðast í íslensku samfélagi. Á undanförnum áratug hefur málstefna verið ofarlega á dagskrá málnefnda allra Norðurlanda. Þjóðirnar hafa hver á fætur annarri gert tillögu að opinberri málstefnu, ekki síst vegna vaxandi áhrifa ensku á mörgum sviðum þjóðfélagsins. Finnar hafa, enn sem komið er, einir Norðurlandaþjóða samþykkt lög um tungumálið. Hér á landi hefur undirbúningur að gerð málstefnunnar staðið í tæp tvö ár og er þetta í fyrsta sinn sem sem tilraun er gerð til að setja á blað íslenska málstefnu. Íslenskan er sameign þjóðarinnar og henni verður ekki viðhaldið eða hún ræktuð nema með sameiginlegri ábyrgð allra þeirra sem eiga hana að móðurmáli. Foreldrar gegna þarna lykilhlutverki með málörvun allt frá fæðingu barns, samræðum við börnin, upplestri og hvatningu til lestrar. Staða íslenskrar tungu er sterk. Íslendingar verða þó að gæta þess að sofna ekki á verðinum því þá er hætta á að einstök umdæmi tungunnar glatist og hopi fyrir erlendu máli. Reynsla annarra þjóða sýnir að erfitt er að vinna aftur svið sem tapast hafa. Fagna ber þeim tímamótum að íslensk málstefna liggi fyrir í skrifuðum texta sem hægt að að nota og vísa í. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun
Dagur íslenskrar tungu er á sunnudaginn, 16. nóvember. Á Málræktarþingi þann dag verður Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur afhent ritið Íslenska til alls. Það hefur að geyma tillögur Íslenskrar málnefndar að íslenskri málstefnu en það er einmitt eitt af hlutverkum Íslenskrar málnefndar samkvæmt lögum að vinna að slíkum tillögum. Aðalmarkmið tillagna málnefndarinnar að íslenskri málstefnu er að íslenskan verði notuð á öllum sviðum íslensks samfélags. Í fljótu bragði kann þetta að virðast sjálfgefið en ef að er gáð kemur í ljós að svo er ekki. Vissulega stendur íslenskan að mörgu leyti vel. Nefna má blómlega bókaútgáfu og bloggið sem hefur orðið til þess að fjöldi fólks tjáir sig nú skriflega daglega eða oft á dag. Á öðrum sviðum er ljóst að íslenskan á undir högg að sækja. Nefna má að dregið hefur úr íslenskukennslu á öllum skólastigum, þar með talið hjá kennaranemum, og er móðurmálskennsla í íslenskum grunnskólum nú talsvert minni en í grunnskólum á öðrum Norðurlöndum. Einnig má nefna að enskan skipar vaxandi sess í háskólasamfélaginu. Til dæmis færist í vöxt að kennt sé á ensku í íslenskum háskólum, enda þótt kennarinn og yfirgnæfandi meirihluti nemenda hafi íslensku að móðurmáli. Undanfarin ár hafa meira að segja flestar doktorsritgerðir við íslenska háskóla verið á ensku. Sú spurning hlýtur að vakna hvort að því muni koma að íslenska verði beinlínis ónothæf í háskólum á Íslandi. Stærð málsamfélags skiptir ekki sköpum um framtíðarhorfur tungumáls heldur ráðast þær fremur af stöðu þess innan málsamfélagsins. Staða íslenskrar tungu verður þannig best tryggð ef hún er notuð sem allra víðast í íslensku samfélagi. Á undanförnum áratug hefur málstefna verið ofarlega á dagskrá málnefnda allra Norðurlanda. Þjóðirnar hafa hver á fætur annarri gert tillögu að opinberri málstefnu, ekki síst vegna vaxandi áhrifa ensku á mörgum sviðum þjóðfélagsins. Finnar hafa, enn sem komið er, einir Norðurlandaþjóða samþykkt lög um tungumálið. Hér á landi hefur undirbúningur að gerð málstefnunnar staðið í tæp tvö ár og er þetta í fyrsta sinn sem sem tilraun er gerð til að setja á blað íslenska málstefnu. Íslenskan er sameign þjóðarinnar og henni verður ekki viðhaldið eða hún ræktuð nema með sameiginlegri ábyrgð allra þeirra sem eiga hana að móðurmáli. Foreldrar gegna þarna lykilhlutverki með málörvun allt frá fæðingu barns, samræðum við börnin, upplestri og hvatningu til lestrar. Staða íslenskrar tungu er sterk. Íslendingar verða þó að gæta þess að sofna ekki á verðinum því þá er hætta á að einstök umdæmi tungunnar glatist og hopi fyrir erlendu máli. Reynsla annarra þjóða sýnir að erfitt er að vinna aftur svið sem tapast hafa. Fagna ber þeim tímamótum að íslensk málstefna liggi fyrir í skrifuðum texta sem hægt að að nota og vísa í.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun