Valentino Rossi alsæll á Ferrari 21. nóvember 2008 08:16 Valentio Rossi skoðar Ferrari fákinn með aðtoðarmönnum sínum. mynd: kappakstur.is Ítalski mótorhjólameistarinn Valentio Rossi ekur Ferrari Formúlu 1 bíl í dag á Mugello brautinni á Ítalíu. Hann fór sprett á bílnum í gær líka. "Ég get ekki beðið eftir að keyra bílinn, sem er án spólvarnar og því mun reyna meira á mig en síðast. Síðast þegar ég keyrði þá varð ég 1.2 sekúndum á eftir Michael Schumacher í hring á Mugello brautinni. Kannski get ég gert enn betur núna", sagði Rossi. "Það er mjög sérstakt að keyra Formúlu 1 bíl og ólíkt því að stýra mótorhjóli á kappakstursbraut. Maður þarf að vera mjög nákvæmur á Formúlu 1 bíl til að geta ekið á ystu nöf. Þegar maður kemst þangað, þá er alsæla…." "Mótorhjólaakstur reynir meira á líkamlega beitingu og í rallinu þarf grófari akstursstíl", sagði Rossi. Hann keppir í heimsmeistaramótinu í rallakstri í lok mánaðarins á Ford Focus. Rossi er með samning í mótorhjólakappakstri til loka ársins 2010, en segist vel geta hugsað sér að snúa sér að akstri á fjórum hjólum eftir það. Helst rallakstri, en trúlega sé of seint að hefja þátttöku í Formúlu 1, en Rossi er 31 árs gamall. Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ítalski mótorhjólameistarinn Valentio Rossi ekur Ferrari Formúlu 1 bíl í dag á Mugello brautinni á Ítalíu. Hann fór sprett á bílnum í gær líka. "Ég get ekki beðið eftir að keyra bílinn, sem er án spólvarnar og því mun reyna meira á mig en síðast. Síðast þegar ég keyrði þá varð ég 1.2 sekúndum á eftir Michael Schumacher í hring á Mugello brautinni. Kannski get ég gert enn betur núna", sagði Rossi. "Það er mjög sérstakt að keyra Formúlu 1 bíl og ólíkt því að stýra mótorhjóli á kappakstursbraut. Maður þarf að vera mjög nákvæmur á Formúlu 1 bíl til að geta ekið á ystu nöf. Þegar maður kemst þangað, þá er alsæla…." "Mótorhjólaakstur reynir meira á líkamlega beitingu og í rallinu þarf grófari akstursstíl", sagði Rossi. Hann keppir í heimsmeistaramótinu í rallakstri í lok mánaðarins á Ford Focus. Rossi er með samning í mótorhjólakappakstri til loka ársins 2010, en segist vel geta hugsað sér að snúa sér að akstri á fjórum hjólum eftir það. Helst rallakstri, en trúlega sé of seint að hefja þátttöku í Formúlu 1, en Rossi er 31 árs gamall.
Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira