Íslenski boltinn

Snjómokstur stendur fram á kvöld

Snjómoksturinn gengur vel á Laugardalsvelli
Snjómoksturinn gengur vel á Laugardalsvelli Mynd/Pjetur

Um 25 manns streða nú við að moka snjó af Laugardalsvelli til að gera hann kláran fyrir úrslitaleikinn í Visabikarnum milli KR og Fjölnis klukkan 14 á morgun.

Vísir náði tali af Jóhanni Kristinssyni vallarstjóra sem var þá móður og másandi í snjómokstri.

"Við erum búnir að moka um fjórðung vallarins. Það eru um 25 manns að moka núna og við ætlum að gera allt sem við getum svo hægt verði að spila á morgun. Það er líka verið að kalla út klúbbana til að aðstoða við þetta. Við verðum að þessu langt fram á kvöld," sagði Jóhann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×