Neyðin á Skaganum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 18. maí 2008 06:00 Í fréttum vikunnar voru tvær fréttir þannig að margir vissu ekki hvort þeir ættu að hlæja eða gráta vegna yfirgengilegs skilningsleysis sem þar birtist. Önnur fréttin var af mótmælendum á pöllum Alþingis í umræðu um mögulega aðstoð vegna jarðskjálftans í Kína þar sem talið er að allt að 50.000 manns hafi farist, að tugir þúsunda hafi grafist lifandi í húsarústum og tæpar fimm milljónir manna misst allt sitt. Mótmælendurnir, sem voru víst flestir úr hópi atvinnubílsstjóra, gerðu hróp og köll að þingmönnum og öskruðu reiðir með hnefann á lofti að fyrst ætti að hjálpa heimafólki með sín vandamál. Hin fréttin var af formanni svokallaðs félagsmálaráðs á Skaganum sem mótmælti hástöfum komu um þrjátíu erlendra flóttamanna. Um er að ræða konur, einstæðar mæður og ekkjur með börn, sem dvelja í flóttamannabúðum í Írak. Konurnar munu flestar hafa misst eiginmanninn í stríðsátökum. Formaður félagsmálaráðsins taldi að ástandið á Akranesi byði ekki upp á aðstoð við aðra en bæjarbúa. Bærinn standi til dæmis tæpt vegna mikilla framkvæmda sem séu framundan. Getur virkilega verið að hátt bensínverð og reglur um hvíldartíma teljist á pari við náttúruhamfarir sem kosta tugi þúsunda lífið? Mikil má þá eymd atvinnubílstjóranna vera. Og hvers vegna hefur ekki verið vakin athygli á ástandinu á Skaganum í heimspressunni nú þegar komið hefur í ljós að félagsleg vandamál þar eru brýnni en aðstoð við flóttamenn sem bókstaflega ekkert eiga? Fyrrverandi formaður félagsmálaráðsins hefur gefið til kynna að hann sé í sjálfu sér reiðubúinn til að taka á móti flóttamönnum. Skilyrðið er bara að öll félagsleg vandamál í bænum hans hafi verið leyst áður. Þá geti bærinn hjálpað. Það er auðvitað engin ástæða til að gera lítið úr því að íslenskt efnahagslíf er veikara en það var fyrir örfáum mánuðum eða úr því að vitaskuld eru næg verkefni heima fyrir. En hvaða mynd er verið draga upp af Íslandi ef ekki er hægt að aðstoða fáeinar flóttakonur með börn eða fórnarlömb náttúruhamfara? Líkast til er það nú frekar þannig að menn hafa það kannski ekki svo slæmt eftir allt saman þegar þeir upplifa óhagstæðan leigumarkað á Akranesi og erfiðleika vegna afborgana á risatrukkum sem keimlíkt því að þola stríð eða náttúruhamfarir. Kannski skortir menn þá eitthvað annað en efnisleg gæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun
Í fréttum vikunnar voru tvær fréttir þannig að margir vissu ekki hvort þeir ættu að hlæja eða gráta vegna yfirgengilegs skilningsleysis sem þar birtist. Önnur fréttin var af mótmælendum á pöllum Alþingis í umræðu um mögulega aðstoð vegna jarðskjálftans í Kína þar sem talið er að allt að 50.000 manns hafi farist, að tugir þúsunda hafi grafist lifandi í húsarústum og tæpar fimm milljónir manna misst allt sitt. Mótmælendurnir, sem voru víst flestir úr hópi atvinnubílsstjóra, gerðu hróp og köll að þingmönnum og öskruðu reiðir með hnefann á lofti að fyrst ætti að hjálpa heimafólki með sín vandamál. Hin fréttin var af formanni svokallaðs félagsmálaráðs á Skaganum sem mótmælti hástöfum komu um þrjátíu erlendra flóttamanna. Um er að ræða konur, einstæðar mæður og ekkjur með börn, sem dvelja í flóttamannabúðum í Írak. Konurnar munu flestar hafa misst eiginmanninn í stríðsátökum. Formaður félagsmálaráðsins taldi að ástandið á Akranesi byði ekki upp á aðstoð við aðra en bæjarbúa. Bærinn standi til dæmis tæpt vegna mikilla framkvæmda sem séu framundan. Getur virkilega verið að hátt bensínverð og reglur um hvíldartíma teljist á pari við náttúruhamfarir sem kosta tugi þúsunda lífið? Mikil má þá eymd atvinnubílstjóranna vera. Og hvers vegna hefur ekki verið vakin athygli á ástandinu á Skaganum í heimspressunni nú þegar komið hefur í ljós að félagsleg vandamál þar eru brýnni en aðstoð við flóttamenn sem bókstaflega ekkert eiga? Fyrrverandi formaður félagsmálaráðsins hefur gefið til kynna að hann sé í sjálfu sér reiðubúinn til að taka á móti flóttamönnum. Skilyrðið er bara að öll félagsleg vandamál í bænum hans hafi verið leyst áður. Þá geti bærinn hjálpað. Það er auðvitað engin ástæða til að gera lítið úr því að íslenskt efnahagslíf er veikara en það var fyrir örfáum mánuðum eða úr því að vitaskuld eru næg verkefni heima fyrir. En hvaða mynd er verið draga upp af Íslandi ef ekki er hægt að aðstoða fáeinar flóttakonur með börn eða fórnarlömb náttúruhamfara? Líkast til er það nú frekar þannig að menn hafa það kannski ekki svo slæmt eftir allt saman þegar þeir upplifa óhagstæðan leigumarkað á Akranesi og erfiðleika vegna afborgana á risatrukkum sem keimlíkt því að þola stríð eða náttúruhamfarir. Kannski skortir menn þá eitthvað annað en efnisleg gæði.