Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,61 prósent frá því viðskipti með hlutabréf hófst í morgun og er hún nú komin undir 4.200 stigin. Það hefur ekki gerst síðan 18. júlí fyrir sléttum þremur árum.
Á föstudag verður ár liðið síðan Úrvalsvísitalan fór í hæstu hæðir, 9.016 stig. Hún tók að lækka hratt strax daginn eftir og stendur lækkunarferlið því enn yfir. Hún stendur nú í 4.190 stigum.
Þessu samkvæmt hefur vísitalan fallið um 53,5 prósent á tæpu ári.