Lífið

Stofnaði aðdáendaklúbb fyrir Begga og Pacas

Þeir Beggi og Pakas hafa hlotið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína á Hæðinni, en fáir hafa þó líklega heillast jafn mikið af þeim og Íris Jónsdóttir. Hún kolféll fyrir þeim eftir fyrsta þátt, stofnaði aðdáendaklúbb og hefur eytt fúlgum fjár í að tryggja sínum mönnum brautargengi í símakosningunni.

Íris og sjö vinkonur hennar, þær Guðbjörg, Sandra, Svanhildur, Signý, Anna, Erla og Dagrún, mættu eftir fyrsta þátt Hæðarinnar heim til þeirra Begga og Pacasar með bikar fyrir þá - áritaðan af fjölda aðdáenda þeirra. Þær hafa líka látið prenta boli með myndum af hetjunum, og Íris keyrir um með áprentaða fána á bílnum sínum til að hvetja fólk að kjósa þá.

Íris lætur sjálf ekki sitt eftir liggja í þeim efnum, en hún hefur kosið parið fyrir rúmar 28 þúsund krónur í símakosningunni - og segist langt því frá hætt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.