Lífið

Boy George ákærður fyrir frelsissviptingu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/PA

Gamla brýnið og Culture Club-söngvarinn Boy George er nú fyrir rétti í London þar sem hann verst ásökunum um frelsissviptingu en hann er ákærður fyrir að hlekkjað tæplega þrítugan mann við vegg í íbúð sem George á þar í borginni og lemja hann með keðju.

George neitar þessum ásökunum staðfastlega og heldur fram þeirri gagnsök að maðurinn hafi brotist inn í tölvuna hans. George er nýbúinn að ljúka samfélagsþjónustu í New York eftir að hann gabbaði lögreglu þar með tilkynningu um innbrot en lögreglan fann kókaín í íbúð hans þegar hún kom á staðinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.